Mikið um þörungablóma fyrir austan

148
Deila:

Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó í Reyðarfirði ekki síður en í Seyðisfirði . Óvenju heitur sjór er talinn ýta undir þörungablómann.  Hafrannsóknastofnun hafa borist ábendingar um mikinn þörungagróður í fleiri fjörðum eystra. Frá þessu er greint á ruv.is

Kristín Jóhanna Valsdóttir  rannsóknarmaður hjá Hafrannsóknastofnun segir hafa verið ákveðið í samráði við fiskeldismenn fyrir austan að tekin yrðu sýni í Reyðarfirði  fyrir Hafrannsóknastofnun. „Ef að þörungarnir eru í svona miklu magni þá geta þeir haft áhrif á fiska.”

Þá sé unnt að skoða betur hvað um sé að ræða. Sýni berist vonandi í dag eða á morgun. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar hafa fengið fregnir af þörungablóma í fleiri fjörðum fyrir austan.

Deila: