-->

Mikil aflaaukning í janúar

Heildarafli í janúar 2021 var 58,9 þúsund tonn sem er 65% meiri afli en í janúar 2020. Alls veiddust tæp 23 þúsund tonn af þorski, 5 þúsund tonn af ýsu og um 3 þúsund tonn af ufsa. Uppsjávarafli var 21 þúsund tonn, þar af tæp 20 þúsund tonn af kolmunna og rúm þúsund tonn af síld. Flatfiskafli jókst úr 660 tonnum í rúm 1.400 tonn.
Mestu munar um kolmunna en afli af honum þrefaldaðist miða við samma mánuðu í fyrra. Þá jóks afli af þorski og ýsu um þriðjung,

Afli á 12 mánaða tímabili, frá febrúar 2020 til janúar 2021, var rúmlega milljón tonn sem er álíka magn og veiddist á 12 mánaða tímabili ári áður. Helstu breytingar á milli tímabila felast í aukningu í makrílafla um 18%, aukningu flatfiskafla um 13% og aukningu í þorskafla um 6%. Skel- og krabbadýraafli dróst þó saman um 51% á milli tímabila.

Afli metinn á föstu verði bendir til þess að aflaverðmæti verði um 44% meira en í sama mánuði árið á undan.

Fiskafli
  Janúar Febrúar-janúar
2020 2021 % 2019-2020 2020-2021 %
Fiskafli á föstu verði
Vísitala 47,0 67,7 43,9
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 35.769 58.872 65 1.037.582 1.043.696 1
Botnfiskafli 27.040 36.296 34 465.827 472.431 1
Þorskur 17.447 22.853 31 266.302 282.369 6
Ýsa 3.890 5.176 33 54.394 55.389 2
Ufsi 2.656 2.902 9 61.482 50.676 -18
Karfi 2.110 3.371 60 52.049 53.326 2
Annar botnfiskafli 938 1.994 113 31.599 30.672 -3
Flatfiskafli 662 1.418 114 20.947 23.769 13
Uppsjávarafli 7.827 21.014 168 540.854 542.614 0
Síld 1.494 1.129 -24 138.084 133.802 -3
Loðna 0 0 0 0
Kolmunni 6.333 19.885 214 274.684 257.290 -6
Makríll 0 0 128.085 151.521 18
Annar uppsjávarfiskur 0 0 1 1 -11
Skel-og krabbadýraafli 240 139 -42 9.951 4.873 -51
Annar afli 0 5 3 10 206

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

13 ára háseti með félaga sínum...

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt...

thumbnail
hover

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í gær við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið ...

thumbnail
hover

Tæp 150.000 tonn af kolmunna komin...

Hoffell SU er nú aflahæst á kolmunnaveiðum frá áramótum. Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu hefur Hoffellið landað 17.176 tonnum...