Mikill efnahagslegur ávinningur af laxeldi

90
Deila:

Í erindi Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi alþingismanns og ráðherra, um laxeldið, sem hann hélt á ráðstefnu Landverndar  í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í síðustu viku, bar hann efnahagslegan ávinning af laxeldinu saman við tekjur þjóðarinnar af þorskveiðum.

Útflutningstekjur 2019 voru 15,1 milljarðar króna af 25,3 þúsund tonna framleiðslu. Miðar Einar við meðalverðið hafi verið 831 kr/kg. Ætla má miðað við þessar forsendur að útflutningstekjurnar yrðu 68,3 milljarðar króna ef framleidd yrðu 107 þúsund tonn sem er það mark sem áhættumat Hafrannsóknarstofnun gerir ráð fyrir.

Aukningin yrði 53 milljarðar króna á ári. Það er um helmingur af öllum útflutningstekjum af þorski, sem hafa undanfarin ár numið 100 – 188 milljörðum króna.

Þá kom fram hjá Einari K. Guðfinnssyni að metið burðarþol fyrir laxeldi væri um 145 þúsund tonn og ef framleiðslan yrði heimiluð að því marki yrðu útflutningstekjurnar 93 milljarðar króna, sem er nálægt því sem allar þorskveiðar gefa af sér í útflutningstekjur.

Nokkur svæði á landinu þar sem heimilt er að stunda laxeldi hafa ekki verið burðarþolsmetin, svo sem Jökulfirðir og Eyjafjörður og eru þau ekki meðtalin í þessum útreikningum.

Frétt af bb.is

 

Deila: