Mikill sjarmi yfir sjómennskunni

Deila:

Maður vikunnar er Snæfellingur. Hann fór fyrst til sjós 15 ára og er nú vélstjóri á Magnúsi SH. Hann hefur mikinn áhuga á fótbolta, golfi, stangveiði og mótorsporti. Kjötsúpan hennar mömmu er í miklu uppáhaldi.

Nafn:

Atli Már Gunnarsson.

Hvaðan ertu?

Snæfellsbæ.

Fjölskylduhagir?

Er giftur og á tvo drengi 12 og 15 ára.

Hvar starfar þú núna?

Vélstjóri á neta- og dragnótarskipinu Magnúsi SH 205.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég fór fyrst til sjós 15 ára árið 1995. Og hef nú verið samfleytt frá aldamótum til sjós hjá sömu útgerð.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Það er bara svo mikill sjarmi yfir sjómennskunni svo að sjálfsögðu vinnufélagarnir.

En það erfiðasta?

Brælur og bras.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Mér dettur voða lítið í hug. Var eitt sinn með manni á sjó sem var alltaf ýkja hlutina og ljúga sér í haginn. Mér fannst það hálf skrítið og oft á tíðum óþægilegt.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Ætli ég verði ekki að segja afi minn Cýri Dan og Ómar Lú, þó svo það tengist sjávarútvegi ekki neitt. Vann með þeim í smíðavinnu eitt sumar á mínum unglingsárum þvílíkir meistarar.

Hver eru áhugamál þín?

Fótbolti, stangveiði, golf, mótorsport og mikið fleira.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Kjötsúpan hjá mömmu.

Hvert færir þú í draumfríið?

Með „fjöllunni“ til Hawaii, bara svona til að segja eitthvað.

Deila: