-->

Miklar framkvæmdir í höfnum Vesturbyggðar

Miklar framkvæmdir hafa verið og eru fyrirhugaðar í höfnum Vesturbyggðar í ár. Mestar eru framkvæmdirnar í Bíldudalshöfn meðal annars lenging og endurbygging stórskipabryggju. Frá þessu er greint á heimasíðu Vesturbyggðar.

Bíldudalshöfn

Á fjárhagsáætlun 2019 voru 1.600.000.- kr áætlaðar í viðhald og 3.650.000.- kr í sérgreind verkefni.

Til viðbótar þessum tölum eru svo framkvæmdir við lengingu stórskipakants og endurbygging hafskipabryggju, hlutur Hafnarsjóðs í því verkefni er áætlaður um 70.000.000 á árinu 2019.

Nýtt ruslagerði var sett upp ofan við smábátabryggju, þar má skila inn almennum úrgangi, olíusíum, úrgangsolíu, plasti, pappa, rafgeymum o.s.frv. Einnig var farið í jarðvinnu við innanverða höfnina og gengið frá ófrágengnum svæðum, þau tyrft og snyrt. Þá er búið að greiða fyrir stækkun á heimtaug á Bíldudalshöfn úr 400A í 630A, en með aukinni skipakomu hefur aukist eftirspurn eftir rafmagni á höfninni.

Fyrirhuguð verkefni á haustmánuðum eru:

  • Færsla á girðingu við kalkþörungafélagið til að rýmka fyrir gámum er fyrirhuguð í september.
  • Í október verður boðinn út niðurrekstur á stálþili sem og steyptum kanti, stefnt að því að hefja niðurrekstur fyrir áramót. Þetta er hluti af stærra verkefni sem áætlað er að klárist vorið 2021.
  • Klára breytingar á heimtaug frá 400A í 630A.

Brjánslækjarhöfn

Á fjárhagsáætlun 2019 voru 2.000.000 settar í viðhaldsverkefni á Brjánslækjarhöfn.

Á vormánuðum var settur upp nýr löndunarkrani við Brjánslækjarhöfn, einnig voru endurnýjaðar dekkjalengjur við olíubryggju sem og skipt um kastara í ljósamöstrum.

Fyrirhuguð verkefni á haustmánuðum eru:

  • Klára uppsetningu á rafmagnstenglum fyrir landtengingar smábáta, en það verkefni hefur verið í undirbúningi í talsverðan tíma.

Patrekshöfn

Á fjárhagsáætlun 2019 voru 3.000.000.- kr settar í viðhaldverkefni og 3.000.000.- kr settar í sérgreind verkefni.

Helstu verkefni ársins hafa verið viðhald á vogarhúsi en þar var skipt var um gler og glugga. Fjárfest var í nýrri færanlegri hafnarvog, en ætlunin með henni er að minnka lyftaraumferð á höfninni sem og að flýta fyrir afgreiðslu smábáta. Þá voru settar upp nýjar dekkjalengjur við timburbryggju en þar vantaði alveg dekkjun og vantar enn að hluta. Einnig voru uppfærðir kastarar í möstrum, annar löndunarkraninn yfirfarinn  sem og áfram unnið í eftirlitsmyndavélakerfi.

Fyrirhuguð verkefni á haustmánuðum eru:

  • Fjölga dekkjalengjum við timburbryggju, en þar vantar dekkjalengjur að hluta.
  • Setja upp varnargirðingu til að aðskilja gámasvæði frá hafnarkanti, en mikil vöntun hefur verið á svæði undir geymslugáma fyrir notendur hafnarinnar
  • Yfirfara löndunarkrana.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skötuselur í karrý og kókoshnetumjólk

Svona rétt fyrir jólin er kannski gott að hafa mat frábrugðinn því sem tíðkast yfir hátíðirnar. Fyrir þá, sem eru bæði sólg...

thumbnail
hover

Þykir ofsalega vænt um íslenskan sjávarútveg

Maður vikunnar byrjaði 13 ára að slægja fisk hjá Stáli og hníf á Ísafirði. Síðan hefur hann verið beintengdur sjávarútveginu...

thumbnail
hover

Samherji birtir pósta máli sínu til...

Greiðslur Kötlu Seafood til ERF 1980 árið 2014 voru til að fá kvóta frá Fishcor, ríkisreknu sjávarútvegsfyrirtæki í Namibíu, ...