-->

Minna á mikilvægi sóttvarna

Síldarvinnslan hefur sent frá sér áminningu um mikilvægi sóttvarna á allar starfsstöðvar og skip fyrirtækisins. Covid-19 faraldurinn er á mikilli uppleið á ný, sem hefur orðið til þess að enn á ný hefur verið gripið til sóttvarnaraðgerða af hálfu stjórnvalda. Því er skynsamlegt að gæta áfram varúðar og mælst er til þess að hugað sé að persónulegum smitvörnum til að koma í veg fyrir smit og veikindi. Rétt er að benda á að bólusettir geta borið veiruna og smitað aðra þótt þeir veikist ekki sjálfir.

Síldarvinnslan vill einnig fara þess á leit að fólk heimsæki alls ekki starfsstöðvar fyrirtækisins nema brýna nauðsyn beri til og hafi samband áður en komið er í heimsókn.

Ef smit kemur upp getur það haft veruleg óþægindi í för með sér fyrir viðkomandi, aðstandendur og vinnufélaga, auk þess sem raunveruleg hætta er á að það muni hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Það er því allra hagur að fara áfram varlega og gera það sem hægt er til að lágmarka hættuna á smiti, til dæmis:

 • Þvo hendur reglulega með sápu og vatni, minnst 20 sekúndur í hvert skipti.
 • Nota áfram spritt fyrir og eftir snertingu við fleti sem margir koma við (t.d. í verslunum og eins á vinnustaðnum).
 • Nota grímu í verslunum og öðrum stöðum þar sem ekki er hægt að halda fjarlægðarmörk.
 • Takmarka áfram náin samskipti við aðra en sína nánustu, t.d. handabönd og faðmlög.
 • Reyna að bera ekki hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.
 • Hósta/hnerra í olnbogabót eða þurrku/klút en ekki á hendur (eða út í loftið!).
 • Þrífa og sótthreinsa snertifleti eins oft og hægt er, sérstaklega algenga fleti á borð við hurðarhúna og handrið.
 • Varast samskipti við fólk sem er nýkomið til landsins, sérstaklega ef það kemur frá svæðum þar sem mikið er um smit.
 • Varast samskipti við fólk með einkenni sem minna á flensu.
 • Helstu einkenni eru hósti, hiti, hálssærindi, andþyngsli, bein- og vöðvaverkir, þreyta, meltingarfæraeinkenni (sérstaklega hjá börnum) og skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni.
 • Halda sig til hlés ef ber á einkennum sem gætu bent til smits og panta tíma í sýnatöku á heilsuvera.is. þótt viðkomandi sé bólusett(ur).

Ef svo ólíklega vill til að einhverjir starfsmenn séu ekki bólusettir vill Síldarvinnslan minna á mikilvægi þess og hvetja viðkomandi til að fara í bólusetningu við fyrsta tækifæri.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja láta rannsaka hvort útgerðin svíki...

Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að f...

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn kominn með nema eftir árs...

Gró Sjávarútvegsskóli sem starfar undir hatti UNESCO hefur fengið nema að nýju eftir árs hlé vegna Covid19. Þetta er stærsti hóp...

thumbnail
hover

Mikið um þörungablóma fyrir austan

Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó ...