Minna af ýsu en meira af þorski á Færeyjabanka

96
Deila:

 Færeyska rannsóknaskipið Jákup Sverri hefur nýlokið árlegri rannsóknaferð á Færeyjabanka. Í túrnum voru 53 stöðvar kannaðar og er þeim voru 28 trollstöðvar. Veður var gott allan túrinn og rannsóknir gengu vel.

Síðustu árin hefur verið mikið af ýsu á Bankanum og var svo enn í þessum leiðangri, en þó nokkru minna en þrjú síðustu árin. 

Meira fékkst nú af þorski en stofninn hefur vaxið lítillega síðustu þrjú árin. Þrátt fyrir það er miklu minna af þorski að fá nú en á árunum 1996 til 2003, þegar stofninn var sterkur.  

Deila: