-->

Minna utan í gámum í ágúst

Verðmæti afla sem landað er til útflutnings í gámum var 496 milljónir króna í ágúst síðastliðnum. Það er samdráttur um 6,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Séð miðað við 12 mánaða tímabil frá september 2018 til ágúst 2019 er verðmætið 6,7 milljarðar og hefur hækkað um 35% miðað við 12 mánuði þar á undan.
Þetta kemur fram í upplýsingum Hagstofu Íslands um verðmæti landaðs afla og ráðstöfun hans. Heildarverðmæti landaðs afla í ágúst var 14,4 milljarðar króna, sem er vöxtur um 21,3%. Til vinnslu innan lands fór fiskur að verðmæti 7,4 milljarðar, sem er vöxtur um rétt tæpan þriðjung. Verðmæti landaðs afla á fiskmörkuðum til vinnslu innan lands var 1,6 milljarður króna, sem er samdráttur um 0,2%.

Þegar litið er til 12 mánaða tímabils er verðmæti landaðs afla til vinnslu 75,6 milljarðar króna, sem er aukning um 8,1% miðað við næstu 12 mánuði þar á undan. Aflaverðmæti á innlendum mörkuðum er á sama tíma 22,5 milljarðar króna, sem er vöxtur um 21,7%. Á sama tíma er verðmæti landaðs afla alls 142,6% milljarðar króna sem er 14% vöxtur. Þessar tölur gefa til kynna að dregið hafi úr löndunum á fiskmarkaði og aukið hlutfall aflans fari beint til vinnslu. Sérstaklega í ljósi þess að verð á fiskmörkuðum hefur hækkað um 30% til 40% frá því á síðasta ári.

Verðmæti afla í sjófrystingu var í ágúst 4,8 milljarðar, sem er aukning um 15,5% og á síðustu 12 mánuðum var aukning í sjófrystingu 17,8% miðað við verðmæti.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...