Minni afli skilar meiri verðmætum

Deila:

Aflaverðmæti úr sjó var 7,7 milljarðar í júní, sem er 1,1% aukning samanborið við júní 2018. Verðmæti botnfiskaflans nam tæpum 6,3 milljörðum og jókst um 8,3%. Af botnfisktegundum nam verðmæti þorskaflans 3,8 milljörðum sem er 6,1% meira en í júní 2018. Verðmæti flatfiskafla var rúmir 1,2 milljarðar sem er 8,2% minna en í fyrra. Verðmæti skel- og krabbadýra nam 220 milljónum sem er 24% samdráttur miðað við júní 2018.

Verðmæti afla sem seldur var í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam tæpum 3,4 milljörðum. Verðmæti sjófrysts afla nam rúmum 1,9 milljörðum og verðmæti afla sem seldur var á markað til vinnslu innanlands nam rúmum 1,8 milljörðum. Á 12 mánaða tímabili, frá júlí 2018 til júní 2019, nam aflaverðmæti úr sjó 136 milljörðum króna, sem er 10,5% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Þetta er athyglisvert í ljósi þess að fiskafli dróst saman um  þriðjung í mánuðinum. Mestu munar að enginn uppsjávarfiskur barst þá að landi, en sá afli var tæp 11% í sama mánuði árið áður. Þá dróst botnfiskafli saman um 12% og þorskafli um 17%. Þar sem svipað verðmæti fæst fyrir þriðjungi minni afla má draga þá ályktun að fiskverð í júní nú hafi verið mun hærra en í fyrra. Hlutfall verðmeiri tegunda af heildinni er nú meira en í fyrra, þar sem enginn uppsjávarfiskur veiddist í júní nú. Sem dæmi um breytinguna var þorskafli í júnúní nú 14.835 tonn, en 17.933 tonn í fyrra. Það er fall um 17% en engu að síður hækkar verðmæti landaðs þorskafla um 6,1%

 

Verðmæti afla 2018–2019
Milljónir króna Júní Júlí-júní
  2018 2019 % 2017-2018 2018-2019 %
Verðmæti alls 7.635,4 7.723,2 1,1 123.146,1 136.053,9 10,5
Botnfiskur 5.791,1 6.271,4 8,3 86.663,1 103.456,5 19,4
Þorskur 3.581,5 3.801,1 6,1 55.731,1 64.535,6 15,8
Ýsa 577,7 493,7 -14,5 8.944,1 13.804,5 54,3
Ufsi 427,8 787,5 84,1 6.942,2 9.200,5 32,5
Karfi 655,9 715,3 9,0 10.271,3 10.967,5 6,8
Úthafskarfi 123,7 20,2 -83,7 218,8 51,3 -76,6
Annar botnfiskur 424,4 453,8 6,9 4.555,5 4.897,2 7,5
Flatfiskafli 1.342,2 1.231,7 -8,2 9.193,6 10.477,4 14,0
Uppsjávarafli 211,5 0,0 24.745,9 19.854,6 -19,8
Síld 0,1 0,0 4.503,6 4.655,9 3,4
Loðna 0,0 0,0 5.891,7 0,0
Kolmunni 211,5 0,0 5.883,4 7.680,7 30,5
Makríll 0,0 0,0 8.467,2 7.518,1 -11,2
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 0,0 0,0
Skel- og krabbadýraafli 290,6 220,1 -24,3 2.543,4 2.265,3 -10,9
Humar 90,6 93,2 2,8 722,8 430,3 -40,5
Rækja 197,9 121,3 -38,7 1.387,5 1.276,6 -8,0
Annar skel- og krabbadýrafli 2,1 5,6 162,5 433,2 558,4 28,9
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,1

 

Hagtölur sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á gögnum um verðmæti fyrstu sölu landaðs afla sem Fiskistofa safnar saman.

Deila: