Minni afli skipa Brims

127
Deila:

Heildarafli skipa félagsins var 128 þúsund tonn á árinu 2020, sem er um 11 þúsund tonnum minni afli en 2019.

Afli uppsjávarskipa dróst saman um 7 þúsund tonn milli ára og munaði þar mestu um minn afla í kolmunna en árið áður. Engar loðnuveiðar voru leyfðar á árinu 2020 eða 2019.

Afli frystitogara var um svipaður og 2019

Afli ísfiskskipa var tæplega 3 þúsund tonnum minni en 2019 aðallega vegna lokunar fiskiðjuversins við Norðurgarð, en það var lokað í um þrjá mánuði vegna endurnýjunar á vinnslubúnaði og lagfæringa á húsnæði. Með kaupunum á Kambi hf á síðasta ári bættist línuskipið Kristján HF 100 í flotann.

Heildaraflaverðmæti skipa félagsins var 18.054 milljónir kr, og jókst um 525 milljónir króna milli ára.

Í meðfylgjandi töflu er afli og aflaverðmæti einstakra skipa og útgerðarflokka 2020 í samanburði við árið á undan.

 

2020 2019
Afli (tonn) Verðm (þ. ISK) Afli (tonn) Verðm (þ. ISK)
Uppsjávarskip
Venus NS 150 42.001  1.669.313 47.279 1.669.232
Víkingur AK 100 39.581     1.616.471 41.446 1.428.873
Uppsjávarskip samtals 81.582 3.285.785 88.725 3.098.105
Frystitogarar  

 

 

 

 

 

 

 

Höfrungur III AK 250 9.010 3.238.062 8.299 2.830.268
Örfirisey RE 4 8.778 3.301.067 10.210 3.598.946
Vigri RE 71 9.481 3.498.492 9.868 3.370.045
27.269 10.037.621 28.378 9.799.259
Ísfisktogarar  

 

 

 

 

 

Helga María AK 16 5.264     1.195.856 2.546 520.604
Engey RE 1  3.162  627.596
Akurey AK 10 6.064 1.469.856 7.808 1.623.009
Viðey RE 50 6.740 1.613.186 8.835 1.860.745
Kristján HF 100, línuskip     1.643 452.034
19.710 4.730.683 22.351 4.631.954
Botnfiskur samtals 46.979  14.768.304  50.729 14.431.213
 

 

 

 

 

 

 

 

Samtals 128.561 18.054.089 139.454 17.529.318

 

Deila: