-->

Minni flutningur aflahlutdeildar

Eins og meðfylgjandi tafla sýnir minnkaði flutningur aflahlutdeilda á nýliðnu fiskveiðiári aðeins í öllum helstu tegundum botnfisks eftir verulega aukningu á árinu þar á undan. Veruleg aukning var þó á löngu, blálöngu og steinbít. Taflan sýnir veltuna í prósentum af heildarhlutdeildum.

Flutningur aflahlutdeilda á milli skipa fiskveiðiárin 2012/2013 til 2017/2018

Taflan hér að neðan sýnir flutning aflamarks milli skipa þrjú undanfarin fiskveiðiár með sundurliðun fyrir 2017/2018. Í henni kemur fram 16% aukning á milli ára í þorski en flutningur í ýsu jókst smávegis.

Flutningur aflamarks milli skipa þrjú undanfarin fiskveiðiár með sundurliðun fyrir 2017/2018

Ár hvert er 5,3% leyfilegs heildarafla haldið eftir og ekki úthlutað á grundvelli hlutdeilda og er það notað til að mæta sérstökum úthlutunum og strandveiðum.  Þessi 5,3% aflamarks í hinum ýmsu tegundum er boðið á svokölluðum tilboðsmarkaði. Í töflunni má sjá dálk þar sem umfang þessara skipta kemur fram.  Markmiðið með skiptunum er að fá inn aflamark í þorski, ýsu, ufsa og steinbít til sérstakra úthlutana.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skiptast á að taka aflann um...

Makrílvertíðin sem hófst hjá Síldarvinnslunni um síðustu mánaðamót hefur farið hægt af stað. Skipin hafa helst verið að vei...

thumbnail
hover

Sólberg með um 2.500 tonn af...

Frystitogarinn Sólberg ÓF hefur nú sótt ríflega 2.500 tonn af þorski auk meðafla í öðrum tegundum í Barentshafið. Það hefur þ...

thumbnail
hover

Nýsmíði ekki útilokuð

Vísir hf. í Grindavík hefur tekið Bylgju VE á leigu og lagt Kristínu GK. Að sögn Péturs Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra fy...