-->

Minnsti humarafli sögunnar

Humaraflinn það sem af er þessu fiskveiðiári er aðeins 71 tonn miðað við slitinn humar. Það svarar til um 230 tonna af heilum humri. Svo lítill hefur humaraflinn aldrei verið á þessum tíma frá því að veiðar á honum hófust fyrir alvöru um 1960. Eins og fram hefur komið áður er enginn kvóti gefinn út á þessu fiskveiðiári og vinna skipin á yfirfærðum heimildum frá síðasta ári. Ástæðan er hrun stofnsins.

Nú hafa átta skip landað humri og hafa aldrei verið færri. Langaflahæsta skipið er Þinganes ÁR, sem gert er út af Skinney-Þinganesi. Næstur kemur Fróði ÁR frá Þorlákshöfn með 12,8 tonn og þá Jón á Hofi ÁR með 11,6 tonn.

Á sama tíma í fyrra var humaraflinn 250 tonn af skottum og ekki náðist að veiða nema ríflega helming humarkvótans þá, sem var 467 tonn samtals eftir yfirfærslur frá árinu þar á undan. Þá voru þrjú skip með 40 tonn eða meira. Jón á Hofi var aflahæstur með 45 tonn, Næst kom Þinganes ÁR með 42 tonn og loks Skinney SF með 40,3 tonn.
Á myndinni er Steinunn SF að landa í Grindavík í síðustu viku, en skipið er nýlega komið úr lengingu í Póllandi og miklum endurbótum. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skiptast á að taka aflann um...

Makrílvertíðin sem hófst hjá Síldarvinnslunni um síðustu mánaðamót hefur farið hægt af stað. Skipin hafa helst verið að vei...

thumbnail
hover

Sólberg með um 2.500 tonn af...

Frystitogarinn Sólberg ÓF hefur nú sótt ríflega 2.500 tonn af þorski auk meðafla í öðrum tegundum í Barentshafið. Það hefur þ...

thumbnail
hover

Nýsmíði ekki útilokuð

Vísir hf. í Grindavík hefur tekið Bylgju VE á leigu og lagt Kristínu GK. Að sögn Péturs Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra fy...