Minnsti humarkvóti sögunnar

136
Deila:

Leyfilegur humarkvóti í ár verður aðeins 65.5 tonn miðað við slitinn humar. Á síðasta fiskveiðiári var í raun enginn kvóti gefinn út vegna hruns í stofninum, en leyft að veiða það sem, eftir stóð af heimildum ársins áður. Það voru samtals 217 tonn. Ekki veiddust þó nema 92 tonn, sem er sögulegt lágmark frá því veiðar á humri hófust um miðja síðustu öld.

Þórir SF er nú með mestar heimildir, tæp 12 tonn af skottum. Jón á Hofi er næstur með 10,4 tonn, Fróði ÁR er með 9,2 tonn og Skinney SF 7,2 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu. 16 skip hafa fengið úthlutun nú en heimildir sumra eru svo litlar að ljóst verður að þau fara ekki á humar í sumar. Á síðasta ári lönduðu átta skip humri og líklegt að þau verði enn færri í ár.

Deila: