Mjaldrarnir komir til Eyja

Deila:

Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi lauk löngu og ströngu ferðalagi mjaldra­systr­anna Litlu Hvítr­ar og Litlu Grárr­ar þegar þær komu til Vest­manna­eyja með Herjólfi, ferðalagið tók alls um 19 klukku­stund­ir samkvæmt eyjafrettir.is.

Syst­urn­ar voru farn­ar að sýna þreytu­merki við kom­una til Vest­manna­eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar, verk­efna­stjóra hjá sér­verk­efna­deild TVG-Zimzen við mbl.is Ferðalagið hófst klukk­an fjög­ur í fyrrinótt að ís­lensk­um tíma þegar vöru­flutn­ingaþota Car­golux, Boeing 747-400 ERF, lagði af stað frá Sj­ang­hæ í Kína með mjaldr­ana um borð. Flugið tók tæpa ell­efu klukku­stund­ir og lenti vél­in í Kefla­vík rétt fyr­ir klukk­an tvö í dag. Þar tók við tollaf­greiðsla auk þess sem full­trú­ar MAST skoðuðu mjaldr­ana og gáfu út form­legt leyfi fyr­ir flutn­ingn­um. Einnig var skipt um vatn að hluta í búr­um systr­anna áður en lagt var af stað eft­ir Suður­stranda­veg­in­um um klukk­an sex síðdeg­is en rétt fyrir klukkan tíu í kvöld keyrðu bílarnir með systurnar inní Herjólf.

Mjaldrasysturnar verða nú settar í einangrun í sérsmíðaðri laug þar sem þær munu dvelja allavega í 40 daga. Þegar aðlögun þeirra er lokið verða þær fluttar á griðastað sinn í Klettsvík.

 

Deila: