-->

Mjaldrarnir komir til Eyja

Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi lauk löngu og ströngu ferðalagi mjaldra­systr­anna Litlu Hvítr­ar og Litlu Grárr­ar þegar þær komu til Vest­manna­eyja með Herjólfi, ferðalagið tók alls um 19 klukku­stund­ir samkvæmt eyjafrettir.is.

Syst­urn­ar voru farn­ar að sýna þreytu­merki við kom­una til Vest­manna­eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar, verk­efna­stjóra hjá sér­verk­efna­deild TVG-Zimzen við mbl.is Ferðalagið hófst klukk­an fjög­ur í fyrrinótt að ís­lensk­um tíma þegar vöru­flutn­ingaþota Car­golux, Boeing 747-400 ERF, lagði af stað frá Sj­ang­hæ í Kína með mjaldr­ana um borð. Flugið tók tæpa ell­efu klukku­stund­ir og lenti vél­in í Kefla­vík rétt fyr­ir klukk­an tvö í dag. Þar tók við tollaf­greiðsla auk þess sem full­trú­ar MAST skoðuðu mjaldr­ana og gáfu út form­legt leyfi fyr­ir flutn­ingn­um. Einnig var skipt um vatn að hluta í búr­um systr­anna áður en lagt var af stað eft­ir Suður­stranda­veg­in­um um klukk­an sex síðdeg­is en rétt fyrir klukkan tíu í kvöld keyrðu bílarnir með systurnar inní Herjólf.

Mjaldrasysturnar verða nú settar í einangrun í sérsmíðaðri laug þar sem þær munu dvelja allavega í 40 daga. Þegar aðlögun þeirra er lokið verða þær fluttar á griðastað sinn í Klettsvík.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...