Mokveiði við Grænland

99
Deila:

Líkt og hér við land upplifðu grænlenskir sjómenn ótrúlega grásleppugengd í ár.  Veiði þar var stöðvuð þegar útgefnum kvóta var náð. Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Þrýstingur sjómanna í andstöðu við afstöðu þeirra landssambands (KNAPK) varð til þess að stjórnvöld ákváðu að heimila veiðar aftur.  Afstaða KNAPK byggðist fyrst og fremst á markaðssjónarmiðum.  Of mikið framboð gæti leitt til verðfalls.  Stærstu kaupendur hrogna Royal Greenland og Polar Seafood voru einnig andvígir meiri veiði og tilkynntu að þeir hefðu fengið nægjanlegt magn og mundu því ekki kaupa meira.  Veiðum var því sjálfhætt.

Heildarveiðin í Grænlandi í ár jafngildir 4.600 tonnum af grásleppu upp úr sjó sem er 100 tonnum minna en staðan var hér á landi áður en veiðar hófust í innanverðum Breiðafirði.

 

Deila: