-->

Mun meiru af þorski landað í Færeyjum

Fiskafli við Færeyjar til nóvemberloka á síðasta ári var tæp 81.500 tonn. Það er vöxtur um 15% og munar þar mestu um gífurlega aukningu þorskafla. Alls var landað 24.363 tonnum af þorski á tímabilinu, sem er aukning um 54% miðað við sama tíma árið áður.

Landanir á ýsu jukust enn meira hlutfallslega, fóru úr 5.020 tonnum í 8.094 tonn, sem er aukning um 61,2%. Þróunin á botnfisklöndunum síðustu misseri í Færeyjum er sú, að mikil aukning er í þorski og ýsu, en verulegur samdráttur í löndunum á ufsa, sem var uppistaða aflans áður. Fyrir fáum árum var landað meira af ufsa en samtals af þorski og ýsu. Alls var landað 18.000 tonnum af ufsa umrætt tímabil og er það 13% samdráttur.

Af öðrum tegundum má nefna að nú var landað 1.727 tonnum af skötusel sem er aukning um 87%, en landanir af grálúðu féllu úr 3.386 tonnum í 2.349 tonn, sem er samdráttur um 30,6%.

Verðmæti landaðs afla hefur að sama skapi hækkað, eða um 18,6% og þar vega þorskurinn og ýsan þyngst.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sigurður Davíð Stefánsson til Sjávarklasans

Sigurður kláraði BSc í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hann lauk síðan meistaranámi sínu í rekstrar...

thumbnail
hover

Stuðla að bættri bátavernd

Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. Útgá...

thumbnail
hover

Aukið aflaverðmæti hjá Brimi

Heildarafli (slægður) skipa Brims var 140 þúsund tonn á árinu 2019, sem er rúmlega 27 þúsund tonnum minni afli en 2018. Ástæða m...