-->

Nasi goreng með ýsu

Nú tökum við okkur til og notum ýsu í austurlenskan hrísgrjónarétt, nasi goreng. Þannig sameinum við íslenska og asíska matarhefð og útkoman er virkilega góður og hollur réttur. Uppskriftin er fyrir seg og er fengin úr bæklingnum Veisla við lækinn, en hann er gefinn út af kennurum og starfsfólki Lækjarskóla

Innihald:

600g ýsa roð-og beinlaus
100g skelflettar rækjur
1 lítill rauður pipar
6  egg

Kryddlögur:

½ dl sojasósa
2 tsk engifer
2 msk vínedik

6 dl hrísgrjón
12 dl vatn og 1 grænmetisteningur
2 msk matarolía
Lítið hvítkál skorið í þunnar ræmur
1 msk. karrí

Aðferð:

Fiskurinn er skorinn í fremur litla bita. Kryddlögurinn blandaður í skál og fiskurinn settur út í. Látið liggja í leginum í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt.
Skerið piparinn í þunnar sneiðar og hreinsið fræin úr honum.
Hrísgrjónin eru soðin samkvænt leiðbeiningum á umbúðunum en grænmetisteningur settur út í vatnið.
Látið kryddlöginn leka af fiskinum. Hitið olíuna á pönnu og steikið rækjurnar lítillega. Þær eru síðan færðar upp á fat og breitt yfir þær svo þær haldist heitar. Steikið fiskinn næst og leggið hjá rækjunum. Þá er hvítkálið steikt og soðnu hrísgrjónunum, fiskinum, rækjunum og rauða piparnur hrært vel saman við.
Þar sem rétturinn er miðaður við sex manns er gott að jafna blöndunni í sex hluti og móta þá í hæfilegri skál sem svo er hvolft ofan á matardiskana. Ofan á hvern skammt er svo spælt egg.

Meðlæti gæti verið ólífur, ananas, Sambal oelek eða mangó chautney


Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vaxandi tekjur af fiskeldi

Útflutningstekjur af fiskeldi jukust úr 9,6 milljörðum króna árið 2016 í 29,3 milljarða króna á síðasta ári. Um er að ræða ...

thumbnail
hover

Fundað um uppsjávarveiðar í London

Þessa dagana standa yfir í London viðræður strandríkja um veiðistjórnun á makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Samtímis fa...

thumbnail
hover

Uppsjávarveiðarnar blómstra

Þegar þetta er ritað er verið að ljúka við að landa 1.600 tonnum af norsk-íslenskri síld úr Beiti NK í Neskaupstað. Að sjálfs...