-->

Nesfiskur kaupir Óla G

Nesfiskur í Garði hefur keypt bátinn Óla G HF og mun hann fá nafnið Dóri GK  og Robbi sem er skipstjórinn á núverandi Dóra GK mun taka við nýja bátnum. Báturinn hét áður Keilir II AK en þegar hann var seldur þá fór hann suður í Sólplast í nokkrar breytingar og þær helstu voru að byggt var yfir hann. Fékk hann þá nafnið Óli G HF. Hann gerði reyndar ekki lengi út undir því nafni. Þetta kemur fram á fréttavef Gísla Reynissonar http://aflafrettir.is/

„Nýi Dóri GK mun róa með um 13 þúsund króna samanborið við að gamli Dóri GK er með 10 þúsund króka. Þrátt fyrir að gamli Dóri GK sé með þetta fáa króka þá hafa þeir fiskað mjög vel  og hafa náð hanga inná topp 15 og jafnvel topp 10 innan um báta sem eru með mun fleiri króka um borð.  t.d Auður Vésteins SU sem er með 17 þúsund króka,“ segir Gísli meðal annars á síðunni.
Meðfylgjandi mynd er fengin af síðunni hans.