Níu bátar nýttu alla dagana

Deila:

Helmingi fleiri bátar á strandveiðum voru með afla yfir 30 tonnum nú en í fyrra – 82 bátar náðu því marki. Gengi bátanna var misjafnt milli svæða – bátar á A og B svæði voru með meiri afla en í fyrra, en minna hjá bátum á C og D svæði. Afli að meðaltali var 17,8 tonn – mestur á svæði A, 21,5 tonn.

Þetta kemur fram í samantekt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

9 bátar nýttu alla 48 dagana sem í boði voru nú, 23 bátar réru umfram þann fjölda í fyrra. Veiði á ufsa jókst verulega – afli fór úr 355 tonnum í 609 tonn.  Bátar á svæði D með helming alls ufsaflans.   Alls 548 bátar stunduðu strandveiðar í ár sem er fækkun um 46 milli ára.

Sjá tölulegar upplýsingar um strandveiðar

Strandveiðar   – aflahæstir, veiði í hverjum mánuði.

 

 

 

Deila: