Nokkuð breytilegt íshlutfall

87
Deila:

Fiskistofa birtir nú niðurstöður vigtunar (íshlutfall) hjá þeim endurvigtunarleyfishöfum sem stofnunin viðhafði eftirlit með á tímabilinu 1. janúar – 31. mars 2021. Nokkur munur er í sumum tilfellum á íshlutfalli eftir hvort eftirlitmaður hafi fylgst með lönduninni eða ekki.

Taflan hér að neðan sýnir samanburð á  vegnu meðalíshlutfalli hvers vigtunarleyfishafa þegar eftirlitsmaður var ekki á vettvangi og íshlutfallinu þegar eftirlit var haft með vigtuninni. Vegið meðalíshlutfall er íshlutfall vigtunar þegar tekið er tillit til magns í viðkomandi löndum. Þessi tala er borin saman við íshlutfallið þegar eftirlitsmaður er viðstaddur endurvigtun og mismunurinn í prósentustigum er birtur.

Ástæður  breytilegs íshlutfalls geta verið margvíslegar. Það er hlutverk Fiskistofu að hafa eftirlit með að vigtun á sjávarafla sé rétt. Vigtunarleyfishafar eru flokkaðir eftir áhættumati og eftirlit skipulagt út frá því. Tilgangurinn er að reyna að beina eftirliti stofnunarinnar þangað sem þörfin er fyrir það. Upplýsingar um niðurstöður allrar endurvigtunar afla eru aðgengilegar á vef Fiskistofu undir löndun viðkomandi skips.

 

Deila: