Norðmenn fiska vel af kolmunna vestur af Írlandi

101
Deila:

Kolmunnaveiðar Norðmanna vestur af Írlandi hafa gengið vel þrátt fyrir rysjótta tíð. Í síðustu viku var tilkynnt um 34.300 tonna löndun af norskum skipum og einu færeysku. Þegar veiðarnar á alþjóðlega svæðinu duttu niður, fóru skipin inn í lögsögu ESB, þar sem íslensk skip hafa ekki aðgang, og voru að fá afla norðvestur af „Porcupine Bank“.

Af afla síðustu viku voru 30.400 tonn tekin innan lögsögu ESB, 3.700 tonn á alþjóðlega svæðinu og 100 tonn innan lögsögu Noregs.

Kvóti Norðmanna í kolmunna á þessu ári er 360.000 tonn og nú hafa þeir veitt 135.000. Veiðarnar hafa einkennst af nærri stöðugum brælum vestur af Írlandi og aflinn því 40.00 tonnum minni en á sama tíma í fyrra.

 

Deila: