Nú er ég farinn

124
Deila:

Hér er Sturla að leggja úr höfn í síðasta sinn frá Grindavík á sínum ferli. Báturinn hefur verið seldur til Litháen þar sem hann verður rifinn. Þetta skip hefur allan sinn feril hér við land reynst vel og verið mikið aflaskip í gegnum tíðina.

Báturinn var smíðaður hjá Karmsund Verft & og Mek AS á Karmøy í Noregi fyrir Br. Giertsen & Co. A/S, Bergen. Hét upphaflega Senior B-33-B en þegar hann var keyptur hingað til lands hét hann Senior H 033.

Skipið hét upphaflega Guðmundur RE 29 á íslenskri skipaskrá þegar hann var keyptur til landsins árið 1972.

Þorbjörn hf. í Grindavík keypti svo Sturlu frá Vestmannaeyjum snemma árs 2004 þar sem hann bar nafnið Guðmundur VE 29.
Frétt og mynd af https://www.facebook.com/Bataogbryggjubrolt

 

 

Deila: