Ný Cleopatra 33 til Mæris í Noregi

Deila:

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Vågstranda sem er sveitarfélag í Mæri og Raumsdal í Noregi. Kaupendur bátsins eru feðgarnir Johan og Tobias Solgård.  Tobias er skipstjóri á bátnum.

Báturinn hefur hlotið nafnið Bajas.  Báturinn mælist 11 brúttótonn.  Bajas er af gerðinni Cleopatra 33. Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C90 500hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC og Furuno.

Báturinn er einnig útbúinn með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er sérútbúinn til gildruveiða á humri.

Spilbúnaður og gildruborð er útfært af Trefjum.  Í lestinni er úðunarkerfi til að halda humri lifandi sem eykur aflaverðmæti til muna

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Lestin er útbúinn fyrir 12 380 lítra kör eða fleiri minni kassa.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla og salerni með sturtu.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Báturinn hefur þegar hafið veiðar.

 

Deila: