-->

Ný framleiðslulína frá Marel hjá FISK Seafood

FISK Seafood og Marel undirrituðu fyrir réttu ári samning um kaup FISK Seafood á nýju vinnslukerfi, sérsniðnu að starfsemi FISK Seafood á Sauðárkróki, til að tryggja gangsetningu fyrir sumarlok 2020. Heimasíða Marels tókum hús á Ásmundi Baldvinssyni framleiðslustjóra hjá FISK Seafood í tilefni þess að uppsetning er á lokametrunum og ræddi við hann um nýja kerfið og ástæður þess að ráðist var í stórframkvæmdir.

Tækniframþróun í fyrirrúmi hjá FISK Seafood

Góðir stjórnendur þurfa að hafa skýra sýn á framtíðartækifærin og Ásmundur var ekki í vafa þegar við spurðum hann hvað hann vildi sjá gerast í bransanum. „Meiri tækni! Það er fjölmargt sem hefur kennt okkur það á undanförnum mánuðum, misserum og árum að það er gríðarlega mikilvægt að vera á tánum þegar tæknivæðing í matvælavinnslu er annars vegar, bæði til þess að bæta meðhöndlun hráefnis í vinnslu og ekki síður aðbúnað starfsfólks.“

FISK Seafood er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og starfar á öllum stigum virðiskeðjunnar, frá veiði og eldi til vinnslu og útflutnings. Saga FISK Seafood er líkt og saga Marel, saga framþróunar í tækni, með sjálfbæra nýtingu takmarkaðra auðlinda að markmiði. Samstarf fyrirtækjanna hefur enda verið farsælt og lærdómsríkt í gegnum árin.

Í stóru og glæsilegu húsnæði FISK Seafood á Sauðárkróki starfa um 70 manns og ljóst af öllu að metnaðurinn ræður ríkjum. Þar fer fram vinnsla á bolfiski, þorski og ufsa, sem er flakaður, léttsaltaður og frystur fyrir Evrópumarkað þar sem hann er eftirsótt góðgæti á bestu veitingastöðum og hótelum.

Ásmundur Baldvinsson framleiðslustjóri og Valdimar Gunnar Sigurðsson, Industry Sales Manager hjá Marel, fara yfir stöðuna

Aukin afköst, nákvæmni og bætt flæði markmið með nýrri línu

Nýja línan er sérsniðin fyrir vinnslu og flokkun á heilum flökum en það hefur ýmsa kosti í för með sér.

„Þessi lína muna fara mun mýkri höndum um flökin“ segir Ásmundur og vísar þar í flokkarahólfin sem eru gerð til að hleypa stærstu flökunum í gegn með sem minnstu viðnámi. Línunni er ætlað að auka afkastagetu og flokka flökin í fleiri stærðarflokka en áður sem bætir flæði og skipulag.

„Við ættum að ná að flokka allt fyrir frystingu með nýja kerfinu í stað þess að þurfa í dag að flokka sumt eftir frystingu“ bætir Ásmundur við en frysting svipað stórra flaka fer betur með hráefni, styttir frystitíma og sparar orku.

Vinnslan vinnur úr 11.000 tonnum af hráefni á ári sem er rúm tvöföldun frá því fyrir átta árum og hafa tæki og hugbúnaður frá Marel skipt miklu í þeim árangri. Starfsstöðvar á nýju línunni verða jafn margar og á þeirri gömlu þrátt fyrir að stefnt sé á talsverða framleiðsluaukningu. Meira framleiðslumagn mun koma til með að lengja heildarfrystitíma en með meiri sjálfvirknivæðingu á fyrri stigum og bættu flæði er hægt að nýta vinnustundir betur og framleiða meira með sama mannskap.

Framleiðslukerfið í frumvinnslunni samanstendur af búnaði frá Curio og Marel og eru þrír hausarar og tvær flökunarvélar frá Curio fyrir framan snyrtilínuna en öll uppfylla tækin ýtrustu öryggisstaðla. Marel og Curio sameinuðu krafta sína í október 2019 þegar Marel undirritaði samning um kaup á 50% hlut í Curio ehf. og Marel mun jafnframt eignast kauprétt á eftirstandandi 50% hlut fjórum árum eftir undirskrift samningsins.

Öryggi og aðbúnaður starfsfólks í fyrirrúmi

Velferð starfsfólks í matvælaiðnaði er hluti af sýn og hönnunarstefnu Marel og hefur einnig ávallt verið í fyrirrúmi hjá FISK Seafood. Nýja línan ber þetta með sér og færir starfsfólki ýmsar uppfærslur á vinnuaðstöðu. Vinnupallar eru rýmri en áður og við bætast stillanlegir bakpúða sem veita stuðning og gefa kost á fjölbreyttari líkamsstöðu við störf, en Marel hannar vinnustöðvar í samræmi við bestu þekkingu á vinnuvistfræði (ergonomics). Ljósaborð eru nú með  LED lýsingu (í stað flúorlýsingar áður) sem hitar ekki hráefnið og er þægilegri fyrir augu starfsmanna við snyrtingu. Þrif vinnustöðva verða auðveldari og árangursríkari með opinni hönnun tækja svo vatn eigi greiða leið um öll rými, en sitji þó hvergi á láréttum flötum. Myndrænt upplýsingaflæði á skjám við hverja vinnustöð einfaldar ákvarðanatöku og aðgerðir.

Hagkvæmni og sjálfbærni – „Innova er okkar aðal framleiðsluforrit“

Gæðaeftirlit hjá FISK Seafood fer allt fram með Innova hugbúnaði frá Marel sem mun einnig halda utan um öll gögn úr framleiðsluferlinu. Þannig verður hægt að spara tíma og pappír ásamt því að nálgast allar upplýsingar á einum stað í rauntíma. Í þessum þáttum geta oft falist margvísleg verðmæti.

Sýndarveruleiki hjálplegt skref í samstilltu hönnunarferli

Lykilatriði í stefnu Marel er vöruþróun í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar svo þeir geti framleitt hágæða matvörur, með rekjanleika, hagkvæmni og sjálfbærni í fyrirrúmi. Upplýst endurgjöf frá viðskiptavinum okkar á öllum stigum tryggir að lausnir séu sniðnar eftir þeirra þörfum og væntingum. Vöruþróunarteymi Marel setti nýja kerfið upp í sýndarveruleikahermi  og kom því fyrir í sýndarútgáfu vinnslunnar á Sauðárkróki. Með þessu fæst mun nákvæmari tilfinning fyrir rými með nýjum tækjum áður en uppsetning fer af stað og oft tekst að bregðast fyrr við breytingatillögum með lágmarks töfum og tilkostnaði.

Ásmundur sagði að það hefði verið gott að geta sýnt starfsfólkinu nýju aðstöðuna á þennan hátt og að þaðan hafi komið gagnlegar athugasemdir í kjölfarið.

Ný framleiðslulína frá Marel hjá FISK Seafood

FISK Seafood og Marel undirrituðu fyrir réttu ári samning um kaup FISK Seafood á nýju vinnslukerfi, sérsniðnu að starfsemi FISK Seafood á Sauðárkróki, til að tryggja gangsetningu fyrir sumarlok 2020. Heimasíða Marels tókum hús á Ásmundi Baldvinssyni framleiðslustjóra hjá FISK Seafood í tilefni þess að uppsetning er á lokametrunum og ræddi við hann um nýja kerfið og ástæður þess að ráðist var í stórframkvæmdir.

Tækniframþróun í fyrirrúmi hjá FISK Seafood

Góðir stjórnendur þurfa að hafa skýra sýn á framtíðartækifærin og Ásmundur var ekki í vafa þegar við spurðum hann hvað hann vildi sjá gerast í bransanum. „Meiri tækni! Það er fjölmargt sem hefur kennt okkur það á undanförnum mánuðum, misserum og árum að það er gríðarlega mikilvægt að vera á tánum þegar tæknivæðing í matvælavinnslu er annars vegar, bæði til þess að bæta meðhöndlun hráefnis í vinnslu og ekki síður aðbúnað starfsfólks.“

FISK Seafood er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og starfar á öllum stigum virðiskeðjunnar, frá veiði og eldi til vinnslu og útflutnings. Saga FISK Seafood er líkt og saga Marel, saga framþróunar í tækni, með sjálfbæra nýtingu takmarkaðra auðlinda að markmiði. Samstarf fyrirtækjanna hefur enda verið farsælt og lærdómsríkt í gegnum árin.

Í stóru og glæsilegu húsnæði FISK Seafood á Sauðárkróki starfa um 70 manns og ljóst af öllu að metnaðurinn ræður ríkjum. Þar fer fram vinnsla á bolfiski, þorski og ufsa, sem er flakaður, léttsaltaður og frystur fyrir Evrópumarkað þar sem hann er eftirsótt góðgæti á bestu veitingastöðum og hótelum.

Aukin afköst, nákvæmni og bætt flæði markmið með nýrri línu

Nýja línan er sérsniðin fyrir vinnslu og flokkun á heilum flökum en það hefur ýmsa kosti í för með sér.

„Þessi lína muna fara mun mýkri höndum um flökin“ segir Ásmundur og vísar þar í flokkarahólfin sem eru gerð til að hleypa stærstu flökunum í gegn með sem minnstu viðnámi. Línunni er ætlað að auka afkastagetu og flokka flökin í fleiri stærðarflokka en áður sem bætir flæði og skipulag.

„Við ættum að ná að flokka allt fyrir frystingu með nýja kerfinu í stað þess að þurfa í dag að flokka sumt eftir frystingu“ bætir Ásmundur við en frysting svipað stórra flaka fer betur með hráefni, styttir frystitíma og sparar orku.

Vinnslan vinnur úr 11.000 tonnum af hráefni á ári sem er rúm tvöföldun frá því fyrir átta árum og hafa tæki og hugbúnaður frá Marel skipt miklu í þeim árangri. Starfsstöðvar á nýju línunni verða jafn margar og á þeirri gömlu þrátt fyrir að stefnt sé á talsverða framleiðsluaukningu. Meira framleiðslumagn mun koma til með að lengja heildarfrystitíma en með meiri sjálfvirknivæðingu á fyrri stigum og bættu flæði er hægt að nýta vinnustundir betur og framleiða meira með sama mannskap.

Framleiðslukerfið í frumvinnslunni samanstendur af búnaði frá Curio og Marel og eru þrír hausarar og tvær flökunarvélar frá Curio fyrir framan snyrtilínuna en öll uppfylla tækin ýtrustu öryggisstaðla. Marel og Curio sameinuðu krafta sína í október 2019 þegar Marel undirritaði samning um kaup á 50% hlut í Curio ehf. og Marel mun jafnframt eignast kauprétt á eftirstandandi 50% hlut fjórum árum eftir undirskrift samningsins.

Öryggi og aðbúnaður starfsfólks í fyrirrúmi

Velferð starfsfólks í matvælaiðnaði er hluti af sýn og hönnunarstefnu Marel og hefur einnig ávallt verið í fyrirrúmi hjá FISK Seafood. Nýja línan ber þetta með sér og færir starfsfólki ýmsar uppfærslur á vinnuaðstöðu. Vinnupallar eru rýmri en áður og við bætast stillanlegir bakpúða sem veita stuðning og gefa kost á fjölbreyttari líkamsstöðu við störf, en Marel hannar vinnustöðvar í samræmi við bestu þekkingu á vinnuvistfræði (ergonomics). Ljósaborð eru nú með  LED lýsingu (í stað flúorlýsingar áður) sem hitar ekki hráefnið og er þægilegri fyrir augu starfsmanna við snyrtingu. Þrif vinnustöðva verða auðveldari og árangursríkari með opinni hönnun tækja svo vatn eigi greiða leið um öll rými, en sitji þó hvergi á láréttum flötum. Myndrænt upplýsingaflæði á skjám við hverja vinnustöð einfaldar ákvarðanatöku og aðgerðir.

Hagkvæmni og sjálfbærni – „Innova er okkar aðal framleiðsluforrit“

Gæðaeftirlit hjá FISK Seafood fer allt fram með Innova hugbúnaði frá Marel sem mun einnig halda utan um öll gögn úr framleiðsluferlinu. Þannig verður hægt að spara tíma og pappír ásamt því að nálgast allar upplýsingar á einum stað í rauntíma. Í þessum þáttum geta oft falist margvísleg verðmæti.

Sýndarveruleiki hjálplegt skref í samstilltu hönnunarferli

Lykilatriði í stefnu Marel er vöruþróun í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar svo þeir geti framleitt hágæða matvörur, með rekjanleika, hagkvæmni og sjálfbærni í fyrirrúmi. Upplýst endurgjöf frá viðskiptavinum okkar á öllum stigum tryggir að lausnir séu sniðnar eftir þeirra þörfum og væntingum. Vöruþróunarteymi Marel setti nýja kerfið upp í sýndarveruleikahermi  og kom því fyrir í sýndarútgáfu vinnslunnar á Sauðárkróki. Með þessu fæst mun nákvæmari tilfinning fyrir rými með nýjum tækjum áður en uppsetning fer af stað og oft tekst að bregðast fyrr við breytingatillögum með lágmarks töfum og tilkostnaði.

Ásmundur sagði að það hefði verið gott að geta sýnt starfsfólkinu nýju aðstöðuna á þennan hátt og að þaðan hafi komið gagnlegar athugasemdir í kjölfarið.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...