-->

     Ný staða – óljós áhrif

„Alþingi samþykkti á dögunum ný lög um fiskeldi og gjaldtöku af atvinnugreininni. SFS gerði margháttaðar athugasemdir við frumvörpin, sem ekki var tekið tillit til. Æskilegt hefði verið að leggja meiri vinnu í grunnþætti og stefnumótun fyrir greinina til framtíðar. Því er það skoðun SFS að með setningu laganna hafi mikilsverðum þjóðhagslegum hagsmunum verið fórnað.“

Svo segir í nýrri færslu á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir ennfremur: „Það er óskiljanlegt á öllum tímum, ekki síst nú þegar haft er í huga að fiskeldi er farið að skapa tugmilljarða tekjur. Það er ekki vanþörf á þegar við þjóðarbúinu blasir efnahagslegur samdráttur. Þegar þrengt er að rekstri fyrirtækja með þeim hætti sem boðað er í lögunum er hætt við að fyrirtæki muni halda að sér höndum í fjárfestingu. Það mun bitna á þjóðarhag og ekki síst íbúum sveitarfélaga þar sem fiskeldi hefur verið að ná sér á strik og haft mikil og jákvæð áhrif. Það er miður.

Fiskeldi á Íslandi hefur verið byggt hægt og rólega upp á undanförnum árum samkvæmt ströngustu skilyrðum. Alþingi samþykkti þegar árið 2004 að svæðisskipta fiskeldi í sjó þannig að skilgreind voru eldissvæði fjarri helstu laxveiðiám landsins. Ísland er líka eina landið í heiminum þar sem notast er við svokallað áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar. Það er gert til að reyna að tryggja lágmarksáhrif eldis á aðra stofna.

Þó ekki sé ljóst á þessari stundu hvaða áhrif nýju lögin muni hafa á fyrirhugaða uppbyggingu á fiskeldi er veruleikinn sem nú blasir við sá veruleiki sem greinin verður að vinna í. Íslensk fiskeldisfyrirtæki hafa sýnt þrautseigju, verið gætin og framsýn á undanförnum árum. Vonandi verður ekki lát á því.“

 

 

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...