-->

Nýdoktor á sviði flotahegðunar og hagfræði tengd útgerð fiskiskipa

Staða nýdoktors er auglýst hjá Hafrannsóknastofnun, við starfstöð stofnunarinnar í Hafnarfirði. Nýdoktornum er ætlað að starfa við rannsóknir á flotahegðun og hagrænum hvötum útgerða við bolfiskveiðar á Íslandsmiðum. Um er að ræða þriggja ára stöðu styrkta af Rannís, þar sem nýdoktornum er ætlað rannsaka tækifæri til fiskveiða og aðra þætti því þeim tengdum sem stjórna hegðun flotans (heildarafli, samsetning afla, sókn, staðsetning fiskiskipa, stæðarsamsetning, væntur þéttleiki þorsks, veiðarfæri osfrv.) og tengja metnu afurðaverði, sem byggt er á markaðsgögnum, og öðrum kostnaði sem stýra hagnaði, til þess að skilja betur hvernig aðstæður á markaði geta haft áhrif á stofnþróun og fiskveiðistjórnun.

Verkefnið mun nýta lífmælingagögn safnað af Hafrannsóknastofnun auk upplýsinga um landaðan afla, úr afladagbókum og frá fiskmörkuðum. Æskilegt er því að umsækjendur hafi góðan grunn í gagnagreiningu og haglíkanagerð. Nýdoktorinn um vinna með tveim sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar, Dr. Pamelu J. Woods og Dr. Bjarka Þór Elvarssyni, auk samstarfs við hagfræðinga og líffræðinga á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands (þeim Dr. Daða Má Kristóferssyni, Dr. Sveini Agnarsson og Dr. Freydísi Vigfúsdóttir) og Umhverfisdeildar Duke háskóla (Dr. Martin Smith).

Umsækjendur þurfa að hafa lokið doktorsprófið í líffræði, auðlindastjórnun, hagfræði, verkfræði, tölfræði eða hagnýttri stærðfræði.

Æskilegt er að umsækjandi hafi:

  • Sýnt fram á kunnáttu í tölfræði auk meðhöndlunar og úrvinnslu stórra gagnasetta
  • Reynslu af tölfræðilegri líkanasmíði: geti sýnt fram á kunnáttu við smíði hag-, vistfræði- eða líffræðilíkana
  • Góða þekkingu á forritunarumhverfinu R auk almennar forritunarkunnáttu
  • Birtingar í ritrýndum fræðitímaritum
  • Reynslu af þverfaglegri teymisvinnu
  • Getu til að vinna sjálfstætt og sem hluti af hóp

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og...

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðs...

thumbnail
hover

Tengdamóðirin eftirminnilegasti vinnufélaginn

Maður vikunnar er Ólafsfirðingur búsettur á Dalvík. Hann byrjaði ungur að vinna í fiski hjá Sigvalda Þorleifs, en var síðar á ...

thumbnail
hover

Öflugur liðstyrkur í veiðieftirliti Fiskistofu

Fiskistofa réði nýverið sex nýja eftirlitsmenn til starfa í stað eldri starfsmanna sem látið hafa af störfum. Nýju veiðieftirlit...