-->

Nýgengin sjóbleikja

Mörg er matarholan. Það á bæði við leitina að uppskriftum og að finna eitthvað í matinn. Nú kíktum við inn á vef Landssambands smábátaeigenda, reyndar í öðrum erindagjörðum, og rákumst á þessa fínu uppskrift frá Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Hann veiðir í matinn og matreiðir á einfaldan og góðan hátt.

Innihald:

sjóbleikja
salt
piparkorn
lárviðarlauf
íslenskar kartöflur

Aðferð:

Gengið er til veiða í einhverri af hinum frábæru bleikjuám í Eyjafirði. Snúið heim með að minnsta kosti eina 2-3 punda bleikju. Hún er síðan elduð á eftirfarandi máta:
Nýjar íslenskar kartöflur soðnar í söltu vatni. Á meðan kartöflurnar sjóða hreinsar maður fiskinn og sker í fjóra bita. Síðan er vatn sett í pott ásamt piparkornum og lárviðarlaufi. Þetta hitað þar til sýður. Þá saltað. Að lokum er fiskurinn settur í sjóðandi vatn og slökkt undir eftir eina til tvær mínútur. Fiskurinn svo látinn liggja í vatninu eins lengi og hver kýs. Borið fram með íslensku smjöri.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...