Nýr framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands

Deila:

Örvar Birkir Eiríksson hefur ráðinn framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands á Hvammstanga og er þegar tekinn við starfinu. Örvar er fæddur árið 1976 og uppalinn á Syðri-Völlum í Kirkjuhvammshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann er með BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og stundaði auk þess MA nám í sama fagi og dipómanám í markaðs- og útflutningsfræðum. Síðast lauk hann M.Ed gráðu í kennslu samfélagsgreina frá Háskóla Íslands.

Örvar starfaði m.a. um sjö ára skeið í Viðey við menningartengda ferðaþjónustu og í níu ár sem verslunarstjóri í alþjóðlegri verslunarkeðju. Síðustu ár hefur hann starfað við kennslu.
Selasetur Íslands á Hvammstanga var stofnað árið 2005 og er hlutverk þess að standa fyrir rannsóknum á selum og náttúrutengdri ferðaþjónustu. Megin rannsóknir Selasetursins eru á selastofnum við Íslands, m.a. vöktun á stofnstærð útsels og landsels og ferðum annarra selastofna til Íslands og íslenskra selastofna til nágrannalanda.

Á meðfylgjandi mynd handsala þeir Gunnlaugur Ragnarsson, stjórnarformaður og Örvar Birkir Eiríksson, (t.h.), ráðningu þess síðarnefnda í starf framvæmdastjóra Selaseturs Íslands.

Deila: