-->

Nýr gámakrani hjá Samskipum

„Samskip hafa tekið í notkun glænýjan gámakrana á hafnarsvæði fyrirtækisins í Reykjavík. Tímamótunum er fagnað ákaflega hjá Samskipum enda eykur nýr krani rekstraröryggi í Reykjavík til muna.“ Svo segir í frétt á heimasíðu Samskipa.

Kraninn er af gerðinni Liebherr 550 og engin smásmíði. Hæð hans nemur 41 metra og stjórnhús hans í 29 metra hæð. Þá keyrir hann á 72 dekkjum, en ekki veitir af því þyngd kranans er 425 tonn. Lyftigeta kranans er einnig umtalsverð, eða 104 tonn út í 25 metrum og 50 tonn í 36 metrum, en bóma kranans nær út 54 metra. 

Hægt að keyra á rafmagni
Þá er kraninn þannig útbúinn að með litlum viðbótum er hægt að tengja hann við háspennu og gera hann umhverfisvænan með því að hann gangi fyrir rafmagni, innlendum og endurnýjanlegum orkugjafa. Uppi eru áætlanir hjá Faxaflóahöfnum um að háspennutengja hafnarkantinn og verður kraninn tengdur við rafmagn jafnskjótt og það verður mögulegt.

Kraninn kom til Íslands nánast fullsamsettur frá Þýskalandi með ekjufarmskipinu Meri. (Sumum er tamara að tala um RoRo-skip, en RoRo vísar til þess að farmi er ekið um og frá borði, Roll on Roll off). Kraninn var keyrður um borð í Rostok í Þýskalandi og frá borði í Reykjavík. Gamli kraninn, sem er frá 1998, var svo fluttur með sama skipi til Færeyja þar sem hann hefur þegar verið tekinn í notkun á gámasvæði Samskipa í Runavík.

„Í gámakrana sem þessum er mikil en um leið mikilvæg fjárfesting sem tryggir áreiðanleika þjónustu Samskipa við lestun og losun í Reykjavík. Um leið styður fjárfestingin við umhverfismarkmið Samskipa, bæði með því að nýrri og fullkomnari tæki eru hagkvæmari í rekstri og eins með því að hægt verður að keyra kranann á rafmagni þegar slíkum tengingum verður komið á við höfnina. Um leið er ánægjulegt gamli kraninn heldur áfram þjónustu við fyrirtækið í Færeyjum og styður þar við afköst og þjónustu á nýrri starfsstöð Samskipa þar,“ segir Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa á Íslandi.
​​​​​​​

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...