Nýr Jökull til GPG

232
Deila:

Hér er nýr Jökull við bryggju í Reykjavík í dag. Þetta er nýtt skip í flota GPG seafood ehf sem er með starfsstöðvar á Húsavík, Raufarhöfn og Stykkishólmi. Jökull er skráður með heimahöfn á Raufarhöfn.

Smíðaður 1996 hjá Westcon Yard As í Noregi og var smíði númer 11 hjá þeirri stöð, stálvinnan fór reyndar fram í Póllandi, stöð sem heitir Stocznia Polnacna S.A. í Gdansk. Hét upphaflega Aliza Clacial og hefur síðan borið nöfnin; Rubin I, Rubin og Nanoq.

Á ferlinum hefur hann átt lögheimili í Noregi, Argentínu, Panama, Saint Vincent and the Grenadines, Rússlandi, Grænlandi og nú Íslandi.
Mynd og texti af fésbókarsíðunni báta- og bryggjubrölt sem Jón Steinar Sæmundsson heldur úti.

 

Deila: