-->

Nýr vefur Eimskips í loftið

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að nýjum vef Eimskips þar sem markmiðið var að þróa einfaldan og þjónustuvænan vef þar sem þarfir viðskiptavina voru hafðar að leiðarljósi.
Viðskiptavinum hefur meðal annars verið boðið uppá að prófa vefinn og skila inn athugasemdum og hugmyndum sem margir hafa nýtt sér.

Helstu nýjungar eru meðal annars:

  • Nýtt tilboðsform fyrir búslóða-, inn- og útflutning
  • Mun öflugri leit sem sýnir tillögur að niðurstöðu
  • Endurbætt skipasendingaleit
  • Leit í siglingaáætlun gerð aðgengilegri
  • Innskráning á þjónustuvef (ePort) frá forsíðu
  • Einfaldara aðgengi að upplýsingum

Ef einhverjir sakna gamla vefsins þá verður hann aðgengilegur fyrst um sinn á gamli.eimskip.is.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sigurður Davíð Stefánsson til Sjávarklasans

Sigurður kláraði BSc í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hann lauk síðan meistaranámi sínu í rekstrar...

thumbnail
hover

Stuðla að bættri bátavernd

Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. Útgá...

thumbnail
hover

Aukið aflaverðmæti hjá Brimi

Heildarafli (slægður) skipa Brims var 140 þúsund tonn á árinu 2019, sem er rúmlega 27 þúsund tonnum minni afli en 2018. Ástæða m...