-->

Nýr vefur Eimskips í loftið

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að nýjum vef Eimskips þar sem markmiðið var að þróa einfaldan og þjónustuvænan vef þar sem þarfir viðskiptavina voru hafðar að leiðarljósi.
Viðskiptavinum hefur meðal annars verið boðið uppá að prófa vefinn og skila inn athugasemdum og hugmyndum sem margir hafa nýtt sér.

Helstu nýjungar eru meðal annars:

  • Nýtt tilboðsform fyrir búslóða-, inn- og útflutning
  • Mun öflugri leit sem sýnir tillögur að niðurstöðu
  • Endurbætt skipasendingaleit
  • Leit í siglingaáætlun gerð aðgengilegri
  • Innskráning á þjónustuvef (ePort) frá forsíðu
  • Einfaldara aðgengi að upplýsingum

Ef einhverjir sakna gamla vefsins þá verður hann aðgengilegur fyrst um sinn á gamli.eimskip.is.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...