Nýsköpun til áhrifa

134
Deila:

Ársskýrsla Marel fyrir árið 2020 er komin út. „Í gegnum starfsmenn okkar um heim allan tengjumst við viðskiptavinum okkar, samstarfsaðilum, hluthöfum og samfélaginu öllu sterkum böndum. Þegar heimsfaraldur skall á með fullum þunga lögðum við höfuðáherslu á að styrkja þessi sambönd og efla samskipti. Í krefjandi aðstæðum tryggðum við öryggi starfsfólks okkar og samstarfsaðila og lögðum okkar lóð á  vogarskálarnar til að halda matvælakeðjunni gangandi, en hún er ein mikilvægasta virðiskeðja í heimi. Í því stóra verkefni voru sambönd, samskipti og samheldni lykillinn að árangri,“ segir í frétt Marel um ársskýsluna.

„Alþjóðlegt sölu- og þjónustunet Marel í yfir 30 löndum gerði það að verkum að við gátum stutt við viðskiptavini okkar og tryggt stöðugt framboð af vörum og þjónustu í krefjandi aðstæðum. Snjallar framleiðslulausnir okkar tryggja aukna sjálfvirkni og betri nýtingu á verðmætu hráefni. Stafrænar lausnir okkar veita viðskiptavinum mikilvæga innsýn og upplýsingar sem gera þeim kleift að umbylta og aðlaga framleiðslu sína að breyttum þörfum neytenda í heimsfaraldri,“ segir í fréttinni.

Í ársskýrslunni má finna yfirgripsmikla umfjöllun um Marel sem er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á alifuglum, kjöti og fiski. Ársskýrslan er aðgengileg á stafrænu formi, þar sem meðal annars er að finna margmiðlunarefni, gagnvirkar töflur og gröf, og einnig sem PDF skjal á marel.com/ar2020.

 

Deila: