Nýtt plan steypt í Norðurfirði

Deila:

Undanfarna daga hefur flokkur manna undir stjórn Hannesar Hilmarsson frá Kolbeinsá  í Hrútafirði unnið að því að steypa nýtt plan við fiskmóttökuna í Norðurfirði.  Nýja planið er heldur stærra en það sem fyrir var og er nærri 200 fermetrar. Mikil framför er af nýja planinu við fiskmóttökuna eins og sjá má af myndunum, sem sjá má á fréttavefnum bb.is

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps segir að verkið sé samfélagsverkefni í samstarfi Árneshrepps og Vesturverks ehf, sem saman bera kostnað af því.

 

Deila: