-->

Oddi heldur morgunverðarfundur um útveginn

Oddi heldur morgunverðarfund fyrir sjávarútveginn föstudaginn 11. apríl. Fundurinn er hluti af fundaröð sem hefur yfirskriftina ODDAFLUG og er ætlað að ýta undir fróðleiksmiðlun og skoðanaskipti í atvinnulífinu.
Húsið opnar kl. 8:00 þegar boðið verður upp á ljúffengan morgunverð að hætti hússins (rúnstykki, ávexti og lútsterkt kaffi). Fyrirlestrar ODDAFLUGS hefjast hins vegar stundvíslega kl. 8:30 og klárast kl. 11:00.
Fundurinn verður haldinn að Höfðabakka 7 í Reykjavík. Á dagskránni eru tíu snarpir fyrirlestrar (10-15 mín langir) með fjölbreyttum fróðleik úr ýmsum áttum. Engir sölufyrirlestrar, bara skemmtilega fjölbreyttar vangaveltur um allt frá nýsköpun og líftækni til fiskeldis, markaðsmála og greiningar.
Nánari upplýsingar um fyrirlesara og skráningu má sjá á slóðinni:

http://www.oddi.is/small-banners-is/oddaflug/310/