-->

Ofnbakaður gullkarfi með chili, hvítlauk og ólífuolíu

Nú leitum við til Norðanfisks eftir góðri uppskrift. Fyrirtækið framleiðir gífurlega mikið af fiski sem tilbúinn er til matreiðslu fyrir veitingageirarann, stóreldhús og í neytendapakkningum sem seldar eru í Bónus. Fiskurinn í Bónus er seldur undir slagorðinu fiskur í matinn og á slóðinni http://fiskurimatinn.is/ mikið af góðum uppskriftum. Að þessu sinni verður karfi fyrir valinu, en höfundur uppskriftarinnar er Leifur Kolbeinsson

Innihald:

800 g gullkarfi

60 ml smjör

60 ml ólífuolía

6 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir

Safi úr ½ sítrónu

1 tsk reykt paprikukrydd

½ tsk chili-flögur

Salt og pipar

1 knippi steinselja, söxuð

Aðferð:

Bræðið smjörið og blandið ólífuolíunni saman við. Setjið hvítlauk, chili, paprikukrydd, salt og pipar saman við ásamt sítrónunni. Hitið varlega þar til laukurinn er eldaður. Hellið yfir fiskinn og bakið í vel heitum ofni við 220°C í u.þ.b. 6 mín. Gott er að dreifa saxaðri steinselju yfir réttinn áður en hann er borinn fram.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Síldarvinnslan framúrskarandi enn og aftur

Creditinfo hefur nú tilkynnt hvaða fyrirtæki á Íslandi töldust framúrskarandi á rekstrarárinu 2019 samkvæmt þeim viðmiðum sem s...

thumbnail
hover

Vonar að lærdómur verði dreginn af...

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra furðar sig á þeim viðbrögðum sem viðhöfð voru um borð í frystitogaranum Júl...

thumbnail
hover

Rólegt á kolmunnanum

Venus NS og Víkingur AK voru í lok síðustu viku á Vopnafirði með um 2.100 tonn af kolmunna. Þetta er afrakstur fyrstu veiðiferðar ...