-->

Ofnbökuð lúða

Nú gæðum við okkur á lúðu. Hin er einstaklega góður matfiskur og sérstaklega flök af minni lúðu. Stórlúðan getur verið frekar gróf enda getur hún orðið meira en 2 metrar að lengd og yfir 100 kíló að þyngd. Þetta er einfaldur og hollur fiskréttur og fljótlegur í matreiðslu. Uppskriftin er fyrir fjóra.

Innihald:
lúðuflak um 800g beinhreinsað en með roði

6 hvítlauksgeirar, marðir

2 msk. extra virgin ólífuolía

2 msk. fersk steinselja, söxuð

2 tsk. nýmalaður svartur pipar

2 tsk. salt

4 sítrónubátar

1 dl. hvítvín

Aðferð:

Forhitið ofninn í 180°C

Blandið saman í skál hvítlauk, ólífuolíu, salti og svörtum pipar.
Leggið lúðuflakið í heilu lagi eða fjórum hæfilegum bitum niður á roðhliðina í eldfast mót.
Jafnið olíublöndunni yfir fiskinn og hellið víninu yfir.
Bakið fiskinn í um 15 mínútur og dreifið þá steinseljunni yfir og bakið áfram í fimm mínútur, tíminn fer eftir þykkt flaksins. Færið fiskinn upp á fat og dreifið því sem eftir er af olíublöndunni yfir fiskinn. Berið hann fram með sítrónubátum, hrísgrjónum og fersku salati að eigin vali.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Virkt ábendingarkerfi  hjá Faxaflóahöfnum

Virkt ábendingarkerfi hefur verið hjá Faxaflóahöfnum allt frá árinu 2016. Í gegnum kerfið er unnið að umbótaverkefnum sem leiða...

thumbnail
hover

Ertu öruggur um borð?

Vinnslustöðin, FISK Seafood og VÍS hafa hrundið af stokkum átaksverkefni sem ætlað er að beina kastljósum að öryggismálum á ski...

thumbnail
hover

Síldin sækir til vesturs 

Mun meira var að sjá af norsk-íslenskri síld og kolmunna í nýafstöðnum rannsóknarleiðangri færeyska rannsóknaskipsins Jákups Sv...