Ofnbökuð smálúða með hvítlauk

Deila:

Fáir fiskar bragðast betur en smálúða. Hún hefur afar hvítt hold og sérstakt bragð. Þó beinar veiðar á lúðu séu bannaðar kemur alltaf eitthvað af henni í veiðarfæri eins og troll og dragnót. Henni skal landa á fiskmarkaði og seld þar hæstbjóðanda. Andvirðið rennur í þróunarsjóð sjávarútvegins. Þessi lúða lendir svo oftast  í fiskbúðum landsmanna og þar getum við nálgast hana.

Innihald:

800g smálúðuflök, roð og beinlaus skorin í hæfilega bita

3 msk. smjör

5 hvítlauksgeirar, marðir

2 msk. ólífuolía

salt og pipar

Aðferðin:

Hitið ofninn í 180°C.
Hreinsið fiskinn og þerrið bitana og leggið til hliðar.
Bræðið smjörið í litlum potti. Bætið þá hvítlauknum og ólífuolíunni út i smjörið og hrærið vel saman.
Smyrjið eldfast mót innan með smjöri eða bökunarspreyi. Kryddið fiskinn með salti og pipar og leggið í mótið. Hellið hvítlaukssmjörinu yfir fiskinn og bakið hann í 15-20 mínútur.
Berið fram með soðnum kartöflum eða hrísgrjónum og salati að eigin vali.

 

Deila: