Ofnbökuð ýsa með chili, hvítlauk og ólífuolíu

Deila:

Blessuð ýsan klikkar ekki. Hana er hægt að elda á óteljandi vegu allt frá því sjóða hana þverskorna upp í glæsilega veislurétti. Möguleikarnir eru nánast óteljandi. En uppskriftin þarf ekki að vera flókin til þess að rétturinn verði ljúffengur. Það sannar þessi einfalda er virkilega góða uppskrift. Hana er að finna á uppskriftasíðu Norðanfisks.

Höfundur uppskriftar er Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar. Marshall veitingahús er við síldarbryggjuna í Reykjavík og leggur meðal annars áherslu á ferskan fisk.

 

Innihald:

  • 800 g ýsa
  • 60 ml smjör
  • 60 ml ólífuolía
  • 6 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
  • Safi úr ½ sítrónu
  • 1 tsk reykt paprikukrydd
  • ½ tsk chili-flögur
  • Salt og pipar

Aðferð:

Bræðið smjörið og blandið ólífuolíunni saman við. Setjið hvítlauk, chili, paprikukrydd, salt og pipar saman við ásamt sítrónunni. Hitið varlega þar til laukurinn er eldaður. Hellið yfir fiskinn og bakið í vel heitum ofni við 220°C í u.þ.b. 6 mín. og berið fram.

 

Deila: