-->

Oft er vinnan að þvælast fyrir

Maður vikunnar að þessu sinni er nú bílstjóri hjá Eimskipi en byrjað á sjó fimmtán ára á línubát frá Patró. Hann langar í siglingu um Karabíska hafið og hefur svo mörg áhugamál að vinnan virðist stundum þvælast fyrir þeim.

Nafn: Gísli Einar Sverrisson.

Fjölskylduhagir?

Giftur þriggja barna faðir.

Hvar starfar þú núna?

Bílstjóri hjá Eimskip.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

15 ára á línubát frá Patró.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Frelsið og forréttindi að geta stundað sjóinn.

En það erfiðasta?

Skilningsleysi Alþingis og þá sérstaklega sjávarútvegsráðuneytis.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Þegar veðurspár standast ekki.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Synir mínir.

Hver eru áhugamál þín?

Eiginlega flest allt sem tengist flugi og flugvélum, veiðar hvort að það sé skotveiði eða stangaveiði, jú og svo vissulega allt sem snýr að bátnum mínum. Líklega þyrfti ég að leggja niður atvinnu mína til þess að geta sinnt öllum mínum áhugamálum því að oft er vinnan að þvælast fyrir.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Það er svo fjandi margt….Unnar kjötvörur, þá helst svo jú osta kjötbollurnar hjá Nönnu minni.

Hvert færir þú í draumfríið?

Langar alltaf aftur að fara í siglingu um Karabíska hafið

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Vilja láta rannsaka hvort útgerðin svíki...

Formenn þriggja stéttafélaga sjómanna vilja að kannað verði hvort verðmæti sjávarafurða hækki óeðlilega meðan verið er að f...

thumbnail
hover

Sjávarútvegsskólinn kominn með nema eftir árs...

Gró Sjávarútvegsskóli sem starfar undir hatti UNESCO hefur fengið nema að nýju eftir árs hlé vegna Covid19. Þetta er stærsti hóp...

thumbnail
hover

Mikið um þörungablóma fyrir austan

Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó ...