Óhapp í Eyjum

110
Deila:

Óhapp varð við löndun úr frystitogaranum Hákon EA í Vestmannaeyjahöfn í gær. Togarinn kom til Vestmannaeyja til þess að landa síldarafskurði í fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Fyrir mistök um borð var hluta af hratinu dælt í höfnina fyrir það að loki á síðunni var opinn. Starfsmenn Vestmannaeyjahafnar voru ræstir út og kom fyrir mengunarvörnum í fjörunni við Skansinn en stór hluti rak þangað inn.

Deila: