-->

Óheimilt að bjóða krókaaflamark í skiptum fyrir loðnu

Samkvæmt reglugerð sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum verður óheimilt að bjóða krókaaflamark í skiptum fyrir loðnu á skiptimarkaði Fiskistofu. Bráðabirgðaákvæði hefur verið bætt við reglugerð um veiðar í atvinnuskyni sem orðast svo:

„Óheimilt er að bjóða krókaaflamark í skiptum fyrir loðnu á skiptimarkaði samkvæmt 6. mgr. 8. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða.“

Um þetta er fjallað á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda og segir þar svo: „Eins og fram kom hér á síðunni voru 732 tonn af þorski úr krókaaflamarkskerfi boðin í skiptum fyrir 1.066 tonn af loðnu.  LS gerði athugasemd við að Fiskistofa hefði tekið tilboðinu og vakti í kjölfarið athygli ráðherra á málinu.

Fiskistofa túlkaði tilboðið þannig að ekki væri ákvæði í reglugerð sem bannaði að því yrði tekið né að loðnan væri flutt yfir á krókaaflamarksbátinn.  Að lokinni þeirri færslu var loðnan flutt yfir á uppsjávarskip.

Með undirritun reglugerðarinnar hefur Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðar-ráðherra komið í veg fyrir að framhald verði á slíku útstreymi þorsks úr krókaaflamarkskerfinu.“

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ágætur afli

Afli bolfiskskipa Loðnuvinnslunnar, Ljósafells, Sandfells og Hafrafells, í febrúar var 945 tonn óslægt. Ljósafell var með 535 tonn. ...

thumbnail
hover

Álaveiðar mögulegar sem búsílag

Fiskistofa auglýsir nú eftir umsóknum um álaveiðar til eigin neyslu. Allar álaveiðar eru óheimilar í sjó, ám og vötnum á Íslan...

thumbnail
hover

Einfalda löggjöf um áhafnir skipa

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa. Með frumv...