-->

Opinn fundur hjá Marel

Mánudaginn 27. maí býður Marel öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér félagið á opinn fund í höfuðstöðvum félagsins í Garðabæ. Þar munum við kynna fyrirætlanir okkar um hlutafjárútboð og skráningu í Euronext-kauphöllina í Amsterdam.

Marel stendur nú á tímamótum þar sem félagið hyggur á almennt hlutafjárútboð og skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam til viðbótar við núverandi skráningu félagsins á Nasdaq á Íslandi.

Á fundinum munu Árni Oddur Þórðarson forstjóri og Linda Jónsdóttir fjármálastjóri kynna starfsemi Marel og fyrirætlanir félagsins um hlutafjárútboð og tvíhliðaskráningu á erlendan markað.

Haldnar verða pallborðsumræður um Marel og vegferð félagsins frá sprota til alþjóðaleiðtoga með 6.000 starfsmenn í yfir 30 löndum um allan heim. Meðal þátttakenda í pallborðinu verða Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.

Einnig mun gestum bjóðast tækifæri til að ganga um og kynna sér framleiðslu- og nýsköpunarstarfsemi Marel.

Skráning hlutabréfa félagsins í Euronext kauphöllina í Amsterdam, til viðbótar við íslensku kauphöllina, mun auka sýnileika Marel og aðgengi að breiðari hópi alþjóðlegra fjárfesta. Útboð á nýju hlutafé mun einnig styrkja fjárhagsskipan félagsins og verða hlutirnir skráðir í gjaldmiðli sem styður betur við stefnu félagsins um framtíðarvöxt.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Smjörsteiktur þorskur

Nú höfum við það einfalt, hollt og gott. Og auðvitað erum við með þorsk. Þetta er fljótleg og þægileg uppskrift og réttur sem...

thumbnail
hover

„Maðurinn er mannveisla“

Maður vikunnar í dag starfar hjá Slippnum á Akureyri. Hann er þessa dagana að vinna í verkefnastjórnun fyrir næsta vinnsluþilfar, ...

thumbnail
hover

Nýr Áskell á heimleið

Nýr Áskell ÞH 48 hefur verið afhentur Gjögri hf. Í Noregi og er væntanlegur til Grindavíkur á mánudaginn kemur. Þann 25. septembe...