-->

Opnað fyrir umsóknir um leyfi til veiða á grásleppu

Nú hefur Fiskistofa opnað fyrir umsóknir grásleppuveiðileyfa í Ugga. Ný reglugerð hefur verið gefin út og einhverjar breytingar verða á umsóknarferlinu í kjölfarið.

Veiðileyfið gildir fyrir allt landið, ekki er skipt niður í svæði. Hins vegar er fjöldi hólfa lokaður og vert er að kynna sér þau vel í ofangreindri reglugerð. Þá má ekki hefja veiðar í Breiðafirði innri fyrr en 20. maí.

Í umsókninni er óskað eftir upplýsingum um síðustu vertíð, hversu mikið af hrognum var selt og andvirði þess. Krafan um þetta hefur nú verið felld niður í reglugerðinni.  Umsóknin fer ekki í gegn nema skráð sé tala í þessa reiti.  Fiskistofa óskar eftir að umsækjendur skrái 0 í reitina. Það má ekki vera punktur, komma eða bókstafir.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Kolmunnaskipin bíða skimunar

Kolmunnaskipin liggja enn í Norðfjarðarhöfn og bíða áhafnir þeirra eftir niðurstöðu skimunar fyrir Covid-19. Ráðgert er að hal...

thumbnail
hover

Lítil sókn í grásleppuna

Lágt afurðaverð hefur dregið úr sókn í grásleppuveiðar í upphafi vertíðar. Kínverjar kaupa enga grásleppu og hrognaverð er l...

thumbnail
hover

Fiskverð lækkar

Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna, sem haldinn var 3. apríl 2020, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði skv. kjara...