-->

Opnað fyrir umsóknir um leyfi til veiða á grásleppu

Nú hefur Fiskistofa opnað fyrir umsóknir grásleppuveiðileyfa í Ugga. Ný reglugerð hefur verið gefin út og einhverjar breytingar verða á umsóknarferlinu í kjölfarið.

Veiðileyfið gildir fyrir allt landið, ekki er skipt niður í svæði. Hins vegar er fjöldi hólfa lokaður og vert er að kynna sér þau vel í ofangreindri reglugerð. Þá má ekki hefja veiðar í Breiðafirði innri fyrr en 20. maí.

Í umsókninni er óskað eftir upplýsingum um síðustu vertíð, hversu mikið af hrognum var selt og andvirði þess. Krafan um þetta hefur nú verið felld niður í reglugerðinni.  Umsóknin fer ekki í gegn nema skráð sé tala í þessa reiti.  Fiskistofa óskar eftir að umsækjendur skrái 0 í reitina. Það má ekki vera punktur, komma eða bókstafir.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð bleikja

Íslensk bleikja er einhver besti fiskur sem hægt er að fá í matinn. Hún er ekki eins feit og eldislaxinn, bragðið eiginlega alveg ei...

thumbnail
hover

Yfir 50 sóttu um tvö störf...

Síldarvinnslan auglýsti nýverið tvær stöður, rekstrastjóra uppsjávarfrystingar og rekstrastjóra útgerðar. Attentus-mannauður og...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar ...