-->

Opnun á 4.000 tonna makrílpotti fyrir B flokk

Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir úr 4.000 tonna makrílpotti í samræmi við reglugerð nr. 725/2020, um ráðstöfun 4.000 lesta af viðbótarheimildum í makríl. Aðeins skip í B flokki sem hafa fengið 30 tonn eða minna, eða hafa veitt 75% eða meira af úthlutun sinni geta fengið viðbótarúthlutun. Hámarksúthlutun skips hverju sinni er 50 tonn og gjald fyrir úthlutun er 5,27 krónur á hvert kíló. Athugið að heimildir sem keyptar eru úr pottinum eru óframseljanlegar.

Á fyrsta virka degi hverrar viku afgreiðir Fiskistofa þær umsóknir sem bárust vikuna á undan. Fyrir klukkan 21 annars virka dags þurfa þær útgerðir sem hafa fengið vilyrði um úthlutun að greiða fyrir úthlutunina með greiðsluseðli sem birtist í heimabanka þeirra. Að öðrum kosti fellur réttur þeirra til úthlutunar niður.

Á myndinni má sjá makrílbát að veiðum við bryggjusporðinn í Keflavík í gær. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Íþyngjandi gjaldtaka hægir á verðmætasköpun í...

„Gjaldtaka í sjókvíaeldi er umfangsmeiri en í flestum öðrum atvinnugreinum hér á landi. Flest fyrirtæki greiða hefðbundin gjöl...

thumbnail
hover

Mikið óveitt af ufsa

Mikið er óveitt af ufsa nú þegar fiskveiðiárinu er að ljúka. Það er svipuð staða og í fyrra. Kvótinn nú er 78.700 tonn, aflin...

thumbnail
hover

ISI tapaði 300 milljónum

Iceland Seafood International (ISI) tapaði 2,1 milljón evra á öðrum ársfjórðungi eða sem nemur 296 milljónum á gengi dagsins, að...