-->

Orkuskipti í hafi möguleg fyrir 2050

Mögulegt er talið að orkuskipti innlenda skipaflotans verði um garð gengin fyrir árið 2050. Til þess þarf að tryggja framleiðslu og innviði fyrir rafeldsneyti og öflug stefnumótun að vera til staðar frá stjórnvöldum, með stuðningi við fjárfestingar, skattalegum hvötum og skýrum kröfum um vaxandi hlut grænnar orku í stað jarðefnaeldsneytis.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu sem norska ráðgjafafyrirtækið DNV gerði fyrir Samorku, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Faxaflóahafnir. 

Fram kemur í skýrslunni að þrátt fyrir að rafhlöður séu ávallt besti kosturinn í nýtingu á hreinni orku, þá muni þær fyrst og fremst nýtast þar sem vegalengdir eru stuttar. Þegar kemur að stærri skipum verði útgerðir þeirra að reiða sig á rafeldsneyti eins og til dæmis ammoníak, vetni eða metanól. Reiknað er með að tæknin til að nýta rafeldsneyti á skip verði aðgengileg, í mismiklum mæli, í kringum árið 2030. Til að framleiða það rafeldsneyti sem þarf til að klára orkuskipti í haftengdri starfsemi er áætlað að árlega þurfi um 3.500 GWh af raforku miðað við eldsneytisspá Orkustofnunar fyrir árið 2050.  

Einn aðal höfundur skýrslunnar, Nikolai Hydle Rivedal frá DNV, mun kynna niðurstöðuna á fundi í Kaldalóni í Hörpu, á morgun, miðvikudaginn 8. desember. Fundur hefst klukkan 9:00 og stendur til 10:30. Fundinum verður einnig streymt hér.

Dagskrá:

Ávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Leiðir til kolefnishlutleysis í haftengdri starfsemi: Nicolai Hydle Rivedal, DNV

Pallborðsumræður:

Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskipta hjá Faxaflóahöfnum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Mast heimilar eldi á sæeyrum í...

Í samræmi við reglugerð nr. 1133/2021 hefur Matvælastofnun ákveðið að skrá Sæbýli rekstur ehf. með fiskeldi í Grindavík. Um...

thumbnail
hover

Gat á kví við Vattarnes –...

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í...

thumbnail
hover

„Norðlendingur“ fyrir austan. Enginn frá borði...

Kaldbakur EA 1 – togari Útgerðarfélags Akureyringa – landaði 110 tonnum á Akureyri í gærmorgun, uppistaða aflans var þo...