Orlik étinn upp til agna!

80
Deila:

Rússneski togarinn Orlik, sem legið hefur í Njarðvíkurhöfn í fimm ár í reiðileysi, hefur verið flestum eða öllum til ama. Eftir mikið málavafstur og tilraun til að draga hann til annars lands til niðurrifs, fékkst loks leyfi Umhverfisstofnunar og annarra stofnana á síðasta ári til að draga hann upp í skurð í fjörunni og taka hann í brotajárn. Ekki var talið óhætt að draga togarann annað vegna þess hve lekur hann var orðinn. Nú er Skipasmíðastöð Njarðvíkur langt komin með að gera skipið að engu og lítið eftir af risavöxnum togaranum nema afturendinn. Hvað verður um brotajárnið skal ósagt látið, en líklega nýtist það í nýjar smíðar.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Deila: