-->

Örveruflóra hafsins í lykilhlutverki

Gefin hefur verið út sérstök stefnulýsing, eða vegvísir, fyrir rannsóknir á örveruflóru Atlantshafsins. AORA (Atlantic Ocean Research Alliance) stendur fyrir þessari útgáfu, en það eru samtök um hafrannsóknir í Atlantshafi sem Bandaríkin, Kanada og Evrópusambandið eru aðilar að samkvæmt frétt á heimasíðu Matis.

Markmið AORA er að hlúa að heilbrigði og varðveislu Atlantshafs og jafnframt að velferð, farsæld og öryggi komandi kynslóða. AORA samstarfið er leitt af Fisheries and Oceans CanadaDirectorate General Research and Innovation hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og National Oceanic and Atmospheric Administration í Bandaríkjunum.

Í stefnulýsingu AORA segir að örverflóra hafsins gegni lykilhlutverki fyrir samfélag manna; fyrir heilsu, fæðu, iðnað og vistkerfi. Því sé mikilvægt að vísindasamfélagið, iðnaðurinn og stefnumótendur stilli saman strengi sína í því að hlúa að hafinu og rannsaka betur eiginleika örveruflórunnar og möguleg tækifæri sem hún hefur upp á að bjóða. Matís tók þátt í setja saman stefnulýsingu AORA sem er aðgengileg hér.

Frekari upplýsingar um AORA samtökin má finna hér

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ofnbökuð bleikja

Íslensk bleikja er einhver besti fiskur sem hægt er að fá í matinn. Hún er ekki eins feit og eldislaxinn, bragðið eiginlega alveg ei...

thumbnail
hover

Yfir 50 sóttu um tvö störf...

Síldarvinnslan auglýsti nýverið tvær stöður, rekstrastjóra uppsjávarfrystingar og rekstrastjóra útgerðar. Attentus-mannauður og...

thumbnail
hover

Samdráttur í útflutningi sjávarafurða

Útflutningsverðmæti sjávarafurða var rúmir 23,7 milljarðar króna í maí, sem er í samræmi við bráðabirgðatölur Hagstofunnar ...