Öryggismál starfsfólks í landeldi tekin fyrir

313
Deila:

Í einni málstofu á ráðstefnunni Strandbúnaði 2020 verður tekið fyrir öryggismál starfsmanna í landeldisstöðvum og hvernig hægt er að auka öryggi þeirra með markvissum fyrirbyggjandi aðgerðum samfara aukinni tæknivæðingu. Tekið verður fyrir vinnuvernd, áhætta, áhættugreining, öryggiskröfur, verklag, fræðsla og þjálfum starfsmanna í landeldisstöðum.  Er þörf á að stofna Slysavarnarskóla fiskeldismanna til að tryggja betur öryggi starfsmanna í strandbúnaði?

Fyrirmynd sótt til sjávarútvegsins?

Það hefur náðst frábær árangur í slysavörnun á sjó á síðustu áratugum. Færri bátar og skip sökkva og engin dauðsföll á sjó á síðustu árum sem er meiriháttar árangur. Fræðsla og þjálfun er mikilvæg og hefur Slysavarnarskóli sjómanna spilað stórt hlutverk í þessum frábæra árangri sem hefur náðst í sjávarútvarútvegi. Fiskeldi getur eflaust margt lært af sjávarútveginum í öryggismálum starfsmanna.

Öryggismálstofa á næsta ári?

„Á Strandbúnaði 2020 verður tekið fyrir öryggismál starfsmanna landeldisstöðva en eflaust verður einnig komið inn á öryggismál starfsmanna sjókvíaeldisstöðva.  Það er horft til þess að skoða það að vera með sérstaka málstofu um öryggismál starfsmanna sem vinna við sjókvíaeldi á Strandbúnaði 2021. Þú getur komið með innlegg inn í þá umræðu á Strandbúnaði 2020,“ segir í frétt frá ráðstefnuhöldurum.

Deila: