-->

Óska tilboða í netarall

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, óska nú eftir tilboðum í leigu á netabátum í svokallað netarall. Í því felst að stunda netaveiðar í rannsóknar- og gagnaöflunarskyni á sex rannsóknarsvæðum vegna verkefnisins „Stofnmæling hrygningarþorsks með þorskanetum – Netarall 2020“.

Jafnframt er um að ræða merkingar á þorski í einn dag og prófanir á spendýrafælum á einu rannsóknasvæði, Norðurlandi.

Leiðangrar fara yfirleitt fram í apríl og reynt er að miða upphaf leiðangra við dagsetningu sem næst 1. apríl. Undanfarin ár hefur Þorleifur EA verið í rallinu.

Markmið rannsóknanna er að safna upplýsingum um kynþroska, aldur, lengd og þyngd þorsks á helstu hrygningarsvæðum. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.

Skilafrestur tilboða er til 10.02.2020 kl. 13:05. Útboðsgögn má sækja á:

http://utbodsvefur.is/netarall-2020/

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Sigurður Davíð Stefánsson til Sjávarklasans

Sigurður kláraði BSc í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2017. Hann lauk síðan meistaranámi sínu í rekstrar...

thumbnail
hover

Stuðla að bættri bátavernd

Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út fornbátaskrá og leiðarvísi við mat á varðveislugildi eldri báta og skipa. Útgá...

thumbnail
hover

Aukið aflaverðmæti hjá Brimi

Heildarafli (slægður) skipa Brims var 140 þúsund tonn á árinu 2019, sem er rúmlega 27 þúsund tonnum minni afli en 2018. Ástæða m...