-->

Óska tilboða í netarall

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, óska nú eftir tilboðum í leigu á netabátum í svokallað netarall. Í því felst að stunda netaveiðar í rannsóknar- og gagnaöflunarskyni á sex rannsóknarsvæðum vegna verkefnisins „Stofnmæling hrygningarþorsks með þorskanetum – Netarall 2020“.

Jafnframt er um að ræða merkingar á þorski í einn dag og prófanir á spendýrafælum á einu rannsóknasvæði, Norðurlandi.

Leiðangrar fara yfirleitt fram í apríl og reynt er að miða upphaf leiðangra við dagsetningu sem næst 1. apríl. Undanfarin ár hefur Þorleifur EA verið í rallinu.

Markmið rannsóknanna er að safna upplýsingum um kynþroska, aldur, lengd og þyngd þorsks á helstu hrygningarsvæðum. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.

Skilafrestur tilboða er til 10.02.2020 kl. 13:05. Útboðsgögn má sækja á:

http://utbodsvefur.is/netarall-2020/

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...