Óskað eftir tilboðum í aflamark

156
Deila:

Samkvæmt 4. gr. reglugerðar nr. 920/2021, um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2021/2022 auglýsir Fiskistofa eftir tilboðum í skipti á aflamarki.

Í boði er neðangreint aflamark, í tilgreindum tegundum, í skiptum fyrir aflamark í þorski. Við mat tilboða er stuðst við meðalverð aflamarks síðasta mánaðar. Viðmiðunarverð síðasta mánaðar: þorskur 271,45 kr/kg. Ekki er gerð krafa um lágmarkstilboð. Tilboðsmarkaðurinn var opnaður klukkan 8:00 í morgun.

FisktegundÞígAflamark 
Ufsi0,551.209.762kg
Gullkarfi0,67545.362kg
Blálanga0,5114.162kg
Keila0,29176kg
Steinbítur0,51404kg
Hlýri0,7117.983kg
Skötuselur1,5619.175kg
Gulllax0,28489.932kg
Grálúða2,05732.912kg
Skarkoli0,95380.572kg
Þykkvalúra1,2162.803kg
Langlúra0,6649.979kg
Sandkoli0,3415.262kg
Skrápflúra0,131.219kg
Síld0,163.829tonn
Úthafsrækja0,88272.208kg
Litli karfi0,2932.277kg
Breiðafjarðarskel0,444.929kg
Djúpkarfi0,76420.078kg

Eingöngu er unnt að gera tilboð í gegnum UGGA, upplýsingagátt Fiskistofu. Tilboðsmarkaðinn má finna undir Umsóknir/Þjónusta. Vakin er athygli á að Ugginn sendir sjálfkrafa staðfestingu um móttöku tilboðs.

Deila: